Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Side 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 20116 Guðrún Pétursdóttir, gudrun@hi.is Eldgos og heilsa Með eldgosinu í Eyjafjallajökli opnuðust mikilvæg tækifæri til að rannsaka áhrif eldgoss á andlega og líkamlega heilsu. Hér verður sagt frá slíkri rannsókn og fjallað um heilsuvá af völdum eldgosa. Rúmt ár er liðið frá því að mikil elds­ umbrot hófust á Suðurlandi, fyrst á Fimmvörðuhálsi en síðan, í mun meira mæli, í Eyjafjallajökli. Öskustrókur þess goss barst svo hátt og víða að flugsamgöngur lömuðust á vesturhveli jarðar og milljónir manna voru strandaglópar á flugvöllum hér og hvar svo dögum skipti. Eyjafjallajökull varð heimsþekktur tungubrjótur sem fréttaþulir allra helstu sjónvarpsstöðva þurftu að spreyta sig á. En eldgosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á fleira en samgöngur. Áhrif þess á heilsu og velferð manna og dýra eru augljóst áhyggjuefni. Íbúar í Rangárþingi og undir Eyjafjöllum þurftu svo vikum skiptir að takast á við þá ógn sem drynjandi eldgosi fylgir. Óhjákvæmilegt var að leggja þegar í stað drög að víðtækri rannsókn á áhrifum þess á andlega og líkamlega heilsu manna. Einnig var freistandi að kanna áhrif öskufallsins á búpening bænda á þessu svæði. Meðan greinin var í vinnslu varð enn eitt eldgos á þessu svæði, nú í Grímsvötnum. Því fylgdi gífurlegt öskufall á Suðurlandi með tilheyrandi álagi fyrir íbúa svæðisins en margir þeirra höfðu mátt þola það sama fyrir réttu ári. Það eykur enn mikilvægi rannsókna á áhrifum svona hamfara á bæði menn og dýr. Slíkar rannsóknir eru mjög fágætar því eldgos verða ekki oft í löndum með nógu sterka innviði til að framkvæma og fylgja eftir víðtækum faraldsfræðilegum rannsóknum. Á vegum heilbrigðisyfirvalda og Háskóla Íslands og með fjárstuðningi ríkisstjórnarinnar var þegar hafist handa sumarið 2010. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir helstu hættum sem samfara eru eldgosum en síðan sagt frá rannsókninni sem nú er í gangi á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli. Hvers vegna eru eldgos hættuleg heilsu manna? Um tíundi hluti mannkyns býr innan við eitt hundrað kílómetra frá virku eldfjalli og er talið að á síðustu öld hafi um fimm hundruð eldgos haft bein áhrif á líf manna víðs vegar um heiminn. Um fimm milljónir þurftu að yfirgefa heimili sín og um hundrað þúsund týndu lífi vegna náttúruhamfara af þessu tagi (Hansell o.fl., 2006). Heilsuvá af völdum eldgosa er skipt í frumvá, sem gætir umsvifalaust, og síðvá sem kemur fram mörgum dögum eða jafnvel árum eftir hamfarirnar. Frumvá er einkum vegna hraðfljótandi logheitra lofttegunda sem ekki verður flúið undan þar sem þær fara með mörg hundruð kílómetra hraða og geta verið um fimm hundruð gráða heitar. Hraun flýtur yfirleitt hægar en frá því geta streymt skaðlegar og jafnvel banvænar lofttegundir. Fyrir kemur að hraun er svo þunnfljótandi að fólk nær ekki að flýja undan því, eins og gerðist til dæmis í Nyiragongo í Kongó árin 1977 og 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.