Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Page 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 21 meðferð hefur aukist þrátt fyrir óvissa stöðu slíkrar meðferðar. Vísbendingar eru um að viðbótarmeðferð sé að öðlast sess í heilbrigðiskerfi Vesturlanda og að samþætting við hefðbundar heilsutengdar úrlausnir fari vaxandi. Dæmi um slíka samþættingu má nefna deild við Memorial Sloan­Kettering Cancer Centre í New York sem var stofnuð árið 1999, Integrative Medicine Service. Deildin hefur að markmiði að styðja við hefðbundna læknisþjónustu og takast á við tilfinningalegar, félagslegar og andlegar þarfir sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Dæmi um þetta má einnig finna í íslensku heilbrigðiskerfi. Undanfarin 13 ár hefur slökun verið í boði sem viðbótarmeðferð fyrir krabbameinssjúklinga sem koma í lyfjameðferð á dagdeild blóð­ og krabbameinslækninga á Landspítala. Slökun kann að verða hluti af hefðbundnum meðferðarúrræðum á komandi árum. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur í samvinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðið námskeið um viðbótarmeðferð í hjúkrun. Ef þessi þróun heldur áfram má gera ráð fyrir að umfang og sýnileiki slíkrar Markmið fagdeildar um viðbótarmeðferð í hjúkrun • Að stuðla að viðurkenningu á notkun gagnreyndrar viðbótar meðferðar innan heilbrigðiskerfisins sem hefur þann tilgang að efla heilsu, lina þjáningar, draga úr sjúkdómseinkennum og bæta lífsgæði. • Að vinna að auknu framboði viðbótarmeðferðar innan heilbrigðis­ kerfisins og tryggja þátttöku hjúkrunarfræðinga í þeim efnum. • Að stuðla að aukinni þekkingu almennings, sjúklinga, fagfólks og heilbrigðisyfirvalda á viðbótarmeðferð. • Að vera talsmaður viðbótarmeðferðar í samskiptum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, aðrar heilbrigðisstéttir, fyrirtæki á heilbrigðissviði og stjórnvöld. • Að hvetja til aukinnar menntunar hjúkrunarfræðinga á sviði viðbótar­ meðferðar, meðal annars með því að efla hlut slíkrar menntunar í hjúkrunarnámi. • Að stuðla að miðlun upplýsinga með útgáfu, netmiðlun, fundum, ráðstefnum og hvers konar fræðslu um viðbótarmeðferð. • Að efla skráningu, mat og rannsóknir á sviði viðbótarmeðferðar á Íslandi. • Að hafa yfirsýn yfir það starf sem unnið er á sviði viðbótarmeðferðar innan heilbrigðiskerfisins. • Að halda saman upplýsingum um meðferðaraðila, nám þeirra, starfstíma og vinnustað. • Að standa fyrir formlegu samstarfi við samsvarandi félög erlendis og að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegri samvinnu hjúkrunarfræðinga á sviði viðbótarmeðferðar. meðferðar verði enn meiri í almennu hjúkrunarnámi á næstu árum en nú er. Mikið starf hefur verið unnið við lagasetningu er varðar græðara – það er aðila sem veita heilsutengda þjónustu utan hinnar almennu heilbrigðisþjónustu. Innan heilbrigðisstofnana skortir almennt reglur um hvernig nýta má viðbótarmeðferð sjúklingum til hagsbóta. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé vel upplýst um kosti og galla viðbótarmeðferðar og geti veitt skjólstæðingum sínum leiðbeiningar á grundvelli gagnreyndrar þekkingar. Núna er rétti tíminn fyrir hjúkrunarfræðinga að leggja grunninn að aukinni þekkingu og notkun á viðbótarmeðferð innan heilbrigðiskerfisins. Það er mjög ánægjulegt að stofnun fagdeildarinnar sé orðin að veruleika. Ingibjörg J. Friðbertsdóttir er hjúkrunar fræðingur á dagdeild blóð­ og krabbameins lækninga 11B á Landspítala og formaður fagdeildar um viðbótarmeðferð í hjúkrun. Fr ét ta pu nk tu r Þessi mynd er tekin á skurðstofu 3 á Landspítalanum við Hringbraut á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí sl. Líklega er þetta í fyrsta skipti á Íslandi sem allir fjórir hjúkrunarfræðingarnir á einni skurð stofu eru karlmenn. Talið frá vinstri standa hér Ólafur Guð­ björn Skúlason, hjúkrunar fræð ingur og nemi í skurð hjúkrun, Birgir Örn Ólafsson skurðhjúkrunar fræð ingur, Unnsteinn Alfonsson svæfingar­ hjúkrunarfræðingur og Neil Mamalias, hjúkrunar fræðingur á skurð deildinni. Til gamans má geta að skurðlæknir­ inn var kona. Það er af sem áður var þegar kynjaskiptingin var alveg öfug. Skurðstofukarlar

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.