Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201126 Þessi bók er samsafn nokkurra rannsókna sem beinast að áhrifum ofbeldis á konur þótt það komi reyndar því miður ekki fram í titlinum á bókinni. Í fyrsta kafla fjallar Erla Kolbrún Svavarsdóttir um „Áhrif ofbeldis á heilsufar kvenna“ og í öðrum kafla um „Áhrif margþætts og langvinns ofbeldis á andlega líðan kvenna“. Þetta eru rýrustu kaflar bókarinnar og hefði hugsanlega verið betra að reyna að sameina þessa tvo kafla. Fyrri rannsóknin byggist meðal annars á spurningalistakönnun þar sem aðeins 35% tóku þátt en lítið er gert úr þeirri takmörkun og ekki nægilegrar varkárni gætt í ályktunum með tilliti til þessarar alvarlegu takmörkunar. Til dæmis skrifar Erla Kolbrún um meginniðurstöðu rannsóknarinnar: „Þótt ofbeldi gegn konum sé að finna í öllum þjóðfélagsstéttum virðist hlutfallslega algengara að einstæðar/fráskildar konur og konur með stutta skólagöngu að baki upplifi ofbeldi en konur í hjónabandi/ sambúð eða með háskólamenntun“ (bls. 32). Þessi ályktun er dregin út frá 35% svarhlutfalli. Að auki kemur fram í kafla Sigríðar Síu Jónsdóttur síðar í bókinni að rannsókn McFarlane o.fl. (1991) bendi eindregið til þess að það hafi takmarkaða þýðingu að spyrja konur um reynslu af heimilisofbeldi með spurningalista. Í þeirri rannsókn (477 tóku þátt í rannsókninni) svöruðu um 7% kvennanna játandi með spurningalista að þær hefðu verið beittar ofbeldi en 29% sömu kvenna svöruðu því játandi í persónulegu samtali við hjúkrunarfræðing. Erla Kolbrún fjallar ekki um notkun spurningalista sem takmarkandi þátt. Kafli þrjú er skrifaður af Kolbrúnu Kristiansen og er um „Þolendur ofbeldis sem leita til slysa­ og bráðadeildar Landspítalans“. Vel er að rannsókninni staðið aðferðafræðilega og vel er sagt frá henni. Fram kemur að tekið var viðtal við allar konurnar sem tóku þátt í rannsókninni. Samkvæmt niðurstöðum Kolbrúnar sagðist helmingur kvennanna, sem tók þátt (af um hundrað konum sem tóku þátt í rannsókninni), hafa verið beittur ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni, um 19% skýrðu frá líkamlegu ofbeldi síðustu 12 mánuði og 29% höfðu verið beittar andlegu ofbeldi af maka stundum eða oft og um 22% höfðu verið beittar andlegu ofbeldi síðastliðna 12 mánuði, flestar margsinnis. Fjórði kaflinn er skrifaður af Sigríði Síu Jónsdóttur og er um „Líðan barnshafandi kvenna og reynslu þeirra af ofbeldi“. Ofbeldi – margbreytileg birtingarmynd. Höfundur: Erla Kolbrún Svavarsdóttir (ritstj.). Útgefandi: Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2010. ISBN: 978­9979­54­ 894­2. Bókin er 185 bls. Kaflinn er geysigóður og skrifaður af greinilegri umhyggju og næmi fyrir þolendum ofbeldis. Vel var staðið að rann sókninni aðferðafræðilega, meðal annars var tekið hálfstaðlað viðtal við hverja konu sem tók þátt í rannsókninni. Fram kemur að um 39% kvennanna (af 107 konum) höfðu einhvern tíma hlotið áverka, verið meiddar eða haft hafði verið í hótunum við þær og um 22% sögðu að samband við maka einkenndist af einhverri eða mikilli spennu. Sigríður Sía ítrekar að af niðurstöðum könnunar sinnar megi ljóst vera að mikilvægt sé fyrir ljósmæður að spyrja konur kerfisbundið um reynslu þeirra af ofbeldi á meðgöngu og vera sérstaklega vakandi gagnvart þeim konum sem hafa verið þolendur ofbeldis og þeim sem segja heilsu sína vera sæmilega eða slæma. Í fimmta og síðasta kaflanum fjallar Brynja Örlygsdóttir um „Ofbeldi gegn konum með líkamlega fötlun“. Þetta er afar mikilvægt og vanrækt rannsóknarefni en Brynja gerir sömu mistök og Erla Kolbrún og notar spurningalista þótt vitað sé hversu takmarkandi þáttur það er. Spurningalistarnir voru sendir til tveggja hópa, í öðrum hópnum var um 74% svörun (26 konur) en í hinum um 26% (9 konur). Brynja tekur fram hversu takmarkandi þáttur það sé að nota spurningalista til að rannsaka heimilisofbeldi. Samt segir Brynja í lokaorðum: „Þó svo að engin kvennanna hafi greint frá reynslu af kynferðislegu eða fötlunar­ og umönnunartengdu ofbeldi, er ofbeldi engu að síður staðreynd meðal þessa hóps“ (bls. 133) en ein sagðist hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi á síðastliðnu ári. Um það segir Brynja í lokaorðum: „Rannsóknin sem hér hefur verið kynnt BÓKARKYNNING Sigríður Halldórsdóttir, sigridur@unak.is MARGBREYTILEG BIRTINGARMYND OFBELDIS

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.