Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201014 Cecilie Björgvinsdóttir, cissy@hjukrun.is ÓLÍK RÁÐNINGARFORM HJÚKRUNARFRÆÐINGA Tímabundnir ráðningarsamningar og tímavinnusamningar hafa verið að ryðja sér rúms á undanförnum misserum hjá hjúkrunarfræðingum. Cecilie Björgvinsdóttir, sviðsstjóri kjara­ og réttindasviðs hjá félaginu, fer hér yfir helstu atriði ólíkra ráðningarforma hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum sem reknar eru að meiri hluta fyrir almannafé. Fastráðning Fastráðning er enn algengasta ráðningar­ formið hjá fyrrgreindum stofnunum og er það ráðningarform sem á skv. lögum nr. 70/1996 að bjóða nýráðnum starfsmönnum. Fyrstu þrjá mánuðina í starfi er starfsmaðurinn á reynslutíma nema um annað hafi verið samið. Eftir þann tíma telst starfsmaðurinn fastráðinn. Föst mánaðarlaun eru greidd samkvæmt umsömdum launaflokki og starfshlutfalli. Dagvinnu má skipuleggja á tímabilinu kl. 08:00–17:00 frá mánudegi til föstu dags. Vaktaálag er greitt fyrir vinnu sem unnin er eftir kl. 17:00 á daginn og um helgar. Yfirvinna er greidd fyrir vinnu sem fer fram utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vakta til uppfyllingar vinnuskyldu eða vinna sem innt er af hendi umfram vikulega vinnuskyldu. Orlof. Lengd orlofs er háð aldri einstaklingsins og getur minnst verið 24 dagar en mest verið 30 dagar. Orlofsfé er greitt af vaktaálagi og yfirvinnu inn á bók og kemur til greiðslu í maí ár hvert. Orlofsárið er frá 1. maí – 30. apríl. Veikindi. Veikindaréttur er háður starfsaldri starfsmanns í þjónustu ríkis, sveitarfélags eða stofnunar sem rekin er að meirihluta fyrir almannafé. Veikindaréttur er minnstur 14 dagar en getur mest orðið 360 dagar á hverju almanaksári. Vinnuveitandi greiðir í fjölskyldu­ og styrktar sjóð, starfsmenntunarsjóð, orlofs­ sjóð og vísindasjóð. Gagnkvæmur uppsagnartími fastráðinna er einn mánuður á reynslutímanum og þrír mánuðir við fastráðningu. Tímabundin ráðning Samkvæmt 41. gr. laga nr. 70/1996 skal ráða starfsmenn ríkisins til starfa ótímabundið með gagnkvæmum upp­ sagnar fresti. Þó er heimilt að ráða starfs­ menn til starfa tímabundið, það er þá sérstaklega tekið fram í ráðningarsamningi. Tímabundin ráðning skal aldrei vara samfellt lengur en í tvö ár. Ráðningartími er skilgreindur á ráðningar­ samningi með bæði upphafs­ og loka­ dagsetningu. Ráðning fellur sjálfkrafa úr gildi við lok samningstímans. Föst mánaðarlaun eru greidd samkvæmt umsömdum launaflokki og starfshlutfalli. Dagvinnu má skipuleggja á tímabilinu kl. 08:00–17:00 frá mánudegi til föstudags. Vaktaálag er greitt fyrir vinnu sem unnin er eftir kl. 17:00 á daginn og um helgar. Yfirvinna er greidd fyrir vinnu sem fer fram utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vakta til uppfyllingar vinnuskyldu, eða vinna sem innt er af hendi umfram vikulega vinnuskyldu. Orlof. Lengd orlofs er háð aldri einstak­ l ingsins og getur minnst verið 24 dagar en mest verið 30 dagar. Orlofsfé er greitt af vaktaálagi og yfirvinnu inn á bók sem kemur til greiðslu í maí ár hvert. Orlofsárið er frá 1. maí – 30. apríl. Veikindi. Veikindaréttur er háður starfsaldri starfsmanns í þjónustu ríkis, sveitarfélags eða stofnunar sem rekin er að meirihluta fyrir almannafé. Veikindaréttur er minnstur 14 dagar en getur mest orðið 360 dagar á hverju almanaksári. Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa. Vinnuveitandi greiðir í fjölskyldu­ og styrktar sjóð, starfsmenntunarsjóð, orlofs­ sjóð og vísindasjóð. Tímabundnir ráðningarsamningar eru ekki uppsegjanlegir nema það sé sérstaklega tekið fram í samningnum. Þá er gagn kvæmur uppsagnartími að öllu jöfnu einn mánuður. Tímavinna Einungis er heimilt að greiða tímavinnukaup í eftirfarandi tilfellum: Starfsmönnum sem ráðnir eru til skamms tíma vegna sérstakra árvissra álagstíma ýmissa stofnana, þó ekki lengur en tvo mánuði. Starfsmönnum sem ráðnir eru til að vinna að sérhæfðum, afmörkuðum verkefnum. Starfsmönnum sem starfa óreglubundið í lengri eða skemmri tíma, þó aðeins í algjörum undantekningartilvikum. Við ákvörðun launa námsmanna í náms­ hléum skal haft samráð við stéttarfélagið. Lífeyrisþegum sem vinna hluta úr starfi. Tímavinnukaup í hverjum launaflokki er 0,615% af mánaðarlaunum starfsmanns. Dagvinnukaup er greitt kl. 08:00–17:00 mánudaga til föstudaga. Yfirvinnukaup er greitt fyrir vinnu eftir kl. 17:00 mánudaga til föstudaga og um helgar. Orlofsfé er greitt af öllum launum inn á bók og kemur til greiðslu í maí ár hvert. Orlofsárið er frá 1. maí – 30. apríl. Veikindaréttur er háður starfsaldri starfsmanns í þjónustu ríkis, sveitarfélags eða stofnunar sem rekin er að meirihluta fyrir almannafé. Veikindaréttur er minnstur tveir dagar en getur mest orðið 30 dagar. Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa. Réttur eftirlaunaþega skal vera einn mánuður, laun í veikindum skal miða við meðaltal dagvinnulauna síðustu þrjá mánuði fyrir veikindi. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.