Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Qupperneq 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Qupperneq 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201030 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is NORRÆN SAMVINNA UM BÖRN OG UNGLINGA Íslenskir hjúkrunarfræðingar eru duglegir að taka þátt í erlendu samstarfi. Margar fagdeildir hafa formleg tengsl við systurfélög sín, sérstaklega á Norðurlöndunum. Ein samtök sem tengjast tveimur fagdeildum eru Norræn samvinna fyrir hjúkrunarfræðinga sem vinna með börn og unglinga. Ingrid Svensson er heilsugæsluhjúkrunar­ fræðingur og starfar á heilsugæslustöðinni í Efstaleiti. Ingrid settist í stjórn fag deildarinnar síðastliðið haust. Vegna tungumálakunnáttu hennar þótti ákjósanlegt að hún tæki að sér norrænu samvinnuna. Hún er nú fulltrúi fag deildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í samtökunum Norræn samvinna fyrir hjúkrunarfræðinga sem vinna með börn og unglinga. Í NoSB (Norræn samvinna fyrir hjúkrunar­ fræðinga sem vinna með börn og unglinga) eru bæði barnahjúkrunar fræðingar og heilsugæslu hjúkrunarfræðingar frá Dan mörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Græn landi, Íslandi og Færeyjum. Þessi samstarfs vettvangur var stofnaður 1994 en fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga hefur verið í norrænu samstarfi frá 1995. Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga var með frá byrjun. „Venjan er sú að einn fulltrúi frá fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og einn fulltrúi barnahjúkrunarfræðinga fari á fundina. Hentugt er að tvær deildir séu í þessu samstarfi til að geta deilt kostnaði og skipst á skoðunum,“ segir Ingrid. Fulltrúi fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga í NoSB er Guðrún Kristjánsdóttir en hún er óformlegur alþjóðafulltrúi fagdeildarinnar. Guðrún hefur tekið þátt í starfi NoSB í mörg ár en hún var með þegar það hófst formlega árið 1995. Fulltrúar frá hinum Norðurlandaþjóðunum hafa samtals verið níu en Finnland bættist við í ár. „Markmið samstarfsins er að auka gæði faglegrar vinnu hjúkrunarfræðinga sem starfa við heilsugæslu og hjúkrun barna og unglinga,“ segir Ingrid. „Við viljum líka vera vettvangur umræðna um mál, bæði hvað varðar fagið og stjórnun og miðla upplýsingum um almenn mál, rannsóknir og þróun milli Norðurlandanna. Fulltrúarnir halda vinnufundi einu sinni á ári og skipuleggja ráðstefnur þriðja hvert ár. Síðasti fundur okkar var í Kaupmannhöfn í september.“ Á vinnufundinum var meðal annars rætt um næstu ráðstefnu en hún verður í Ósló í Noregi í september 2011. Yfirskrift ráðstefnunar er „Heilsa barna og unglinga – Þroski, frávik og áskoranir“. NoSB hefur haldið ráðstefnur síðan 1999 en 2003 var hún haldin á Íslandi. Ráðstefnurnar, sem áttu að vera í Færeyjum 2007 og í Svíþjóð 2009, féllu báðar niður en nú eru menn staðráðnir í að taka upp þráðinn að ný. „Dagskráin er í vinnslu í norrænu nefndinni en ég get nefnt sumt sem verður á ráðstefnunni. Það verða sam­ hliða fundir og pallborðsumræður með efni eins og fjölskyldur og börn, verki hjá fyrirburum og eftirfylgni fyrirbura, heima vitjanir, þunglyndi eftir barnsburð,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.