Skólavarðan - 01.11.2010, Blaðsíða 11
11
Skólavarðan 5. tbl. 2010máLEfnI
Í nóvembermánuði stóð KÍ fyrir tólf
fræðslufundum víða um land fyrir skóla-
stjórnendur undir yfirskriftinni Velferð í
vinnunni. Sambandinu bárust mjög góðar
umsagnir um fundina bréflega og símleiðis
auk þess sem fólk lýsti yfir ánægju sinni á
fundunum og á matsblöðum.
Einnig var beðið um að efni fundanna yrði sett
á vef KÍ. Það hefur nú verið gert og lesendur
geta kynnt sér það á www.ki.is undir Vinnu-
umhverfismál. Fundarefni var vinnuumhverfi,
vinnuvernd, heilsuefling, veikindaréttur, rétt-
indi í sjúkrasjóði og þjónusta Virk starfsendur-
hæfingarsjóðs. Einnig var fjallað um forvarnir
gegn fjarvistum og langtímaveikindum starfs-
manna.
KÍ hefur á undanförnum árum leitast við að
auka starfsemi sína á sviði starfsumhverfis-
mála og þjónustu í þágu einstakra félags-
manna og vinnustaða þeirra. Á vegum KÍ
starfa vinnuumhverfisnefnd, jafn réttisnefnd,
siðaráð og Sjúkrasjóður. Ráðgjafi Virk starfs-
endurhæfingarsjóðs bættist í hópinn fyrir ári
síðan. Markviss umræða og fræðsla um rétt-
indamál, starfsmannamál og vellíðan á vinnu-
stöðum er mjög mikilvæg fyrir alla félags-
menn og nauðsynlegt að efla þekkingu og
færni skólastjórnenda til að vinna úr og leysa
mál um kjör og réttindi starfsmanna. Fólkið
sem sá um fræðslu á fundunum voru Hafdís
Dögg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Úlfarsdóttir,
Kristín Stefánsdóttir, María Norðdahl, Margrét
Gunnarsdóttir og Sesselja Guðrún Sigurðar-
dóttir. Að sögn Hafdísar gengu fundirnir mjög
vel. „Stjórnendur voru mjög áhugasamir og
spurðu og ræddu mikið um til dæmis vinnu-
vernd, veikindarétt og fjarvistir,“ segir Hafdís.
„Það komu margir góðir punktar frá þeim
sjálfum en áberandi var hversu mikil áhrif
niðurskurður hefur haft á skólastarf. Nefndar
voru margvíslegar afleiðingar, svo sem hvað
varðar aðstöðu og fagleg störf, undirbúning og
fleira. Einnig virðast sveitarfélögin hafa skorið
niður ýmislegt jákvætt sem starfsfólk skóla gat
nýtt sér, til dæmis voru nefndir líkamsræktar-
styrkir og frír aðgangur að íþróttaaðstöðu og
sundi.“
Frá þátttakanda á meðan á fundunum stóð:
„Ég, ásamt fleiri skólastjórnendum á Suður-
nesjum, sótti þennan fund í gær og mæli ein-
dregið með því að stjórnendur mæti á þessa
fundi KÍ. Þeir eru mjög gagnlegir og góðir!“
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjóri
Grunnskólans í Sandgerði.
Vinnuumhverfisbólan
Útdráttur úr síðustu bólu vinnuumhverfis-
nefndar KÍ. Hún er í heild á www.ki.is
Vissir þú að léleg stjórnun, lélegt vinnuskipu-
lag og of mikið álag getur ýtt undir einelti og/
eða áreitni á vinnustað?
Ýmsir þættir ýta undir að einelti/áreitni
komi upp eða fái að þrífast eins og nefnt
var í síðustu bólu (sjá á www.ki.is) um
lélega stjórnun, til dæmis valdhroki, að illa
sé staðið að breytingum, óraunsæ markmið
eða tímaáætlanir og skortur á viðbrögðum
og lausnum á vandamálum sem upp koma.
Þættir í vinnuskipulagi geta einnig leitt til
þess að einelti/áreitni komi upp, svo sem
Velferð í vinnunni
Markviss umræða og fræðsla um réttindamál,
starfsmannamál og vellíðan á vinnustöðum
er mjög mikilvæg fyrir alla félagsmenn
og nauðsynlegt að efla þekkingu og færni
skólastjórnenda til að vinna úr og leysa mál er
snerta kjör og réttindi starfsmanna.
skert upplýsingaflæði, óljósar starfslýsingar,
misvísandi kröfur, lítið sjálfræði, tímaþröng,
fagleg/félagsleg einangrun og skortur á
umburðarlyndi og/eða stuðningi. Of mikið
vinnuálag, streita, samdráttur og uppsagnir,
slæm samskipti og skortur á umburðarlyndi
geta einnig ýtt undir einelti/áreitni. Skoðana-
ágreiningur, hagsmunaárekstur eða sam-
skiptavandi eru ekki endilega einelti/áreitni
en geta verið fyrstu vísbendingar um að
það geti komið upp. Ef slíkur vandi er fyrir
hendi er mikilvægt að taka á honum strax og
snúa þróuninni við áður en hann verður enn
alvarlegri.
Ef þolandi telur sig knúinn til að yfirgefa
vinnustað eða er látinn fara verður bata-
ferli hans enn lengra og afleiðingar geta
orðið þeim mun víðtækari og langvarandi.
Einnig er óvíst að vandinn á vinnustaðnum
sé leystur til frambúðar þar sem ekki er í
raun og veru tekið á orsökum eineltisins/
áreitninnar. Auk þess er gerandinn ef til
vill enn á vinnustaðnum og telur jafnvel að
athafnir sínar hafi verið réttlættar með því
að þolandinn fór.