Skólavarðan - 01.11.2010, Page 22

Skólavarðan - 01.11.2010, Page 22
22 Skólavarðan 5. tbl. 2010 Texti: Hildur Hauksdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir Höfundar eru kennarar í Menntaskólanum á Akureyri Myndir: Frá höfundum Hvernig bregst hefðbundinn bóknámsskóli sem stendur á gömlum merg við nýjum og nokkuð róttækum lögum um íslenska fram- haldsskóla? Í haust hófst kennsla á fyrsta ári í MA samkvæmt nýrri námskrá á 130 ára afmæli skólans. Undirbúningur að nýrri námskrá hefur staðið í nokkur ár en eftir að ný framhaldsskólalög voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að breytingunum. Verkefnið er umfangsmikið eins og gefur að skilja en í því felst heildstæð endurskoðun á fyrirkomulagi náms og kennslu við MA og ritun nýrrar námskrár. Allir kennarar og stjórnendur skólans komu að námskrárrituninni. Vinnan fór meðal annars fram á vinnufundum allra kennara auk þess sem þeir skipuðu sérstakan vinnuhóp um ritun nýrrar námskrár. MA bauð grunnskólum í nágrenninu til samstarfs í rýni- hópum þar sem rædd voru skil grunn- og framhaldsskóla. Að auki var fundað með háskólastiginu um undirbúning nemenda fyrir háskóla- nám. Nemendur skólans lögðu sitt lóð á vogarskálarnar í hugmynda- vinnunni og var einnig gerð könnun á meðal tíu ára stúdenta á sýn þeirra á nám og kennslu við MA. Að lokum má geta þess að stofnað var til samráðsvettvangs milli MA og Menntaskólans við Sund en skólarnir tveir fylgdust að í námskrárvinnunni lengi framan af. Forn en framsækinn Menntaskólinn á Akureyri býður áfram upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs á tveimur sviðum, annars vegar á tungumála- og félags- greinasviði og hins vegar á raungreinasviði. Áherslan er hér eftir sem hingað til á breiða almenna menntun. Markmiðið er að brautskrá nemendur sem búa yfir hæfni til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóð- félagi og stunda áframhaldandi nám, hérlendis sem erlendis. Auk nokkurra stakra valáfanga ljúka nemendur kjörsviðum að eigin vali. Meðal nýjunga má nefna að allir nemendur eiga að ljúka einum áfanga í siðfræði. Lýðræði í skólastarfi er gert hátt undir höfði með virku nemendalýðræði. Allir nemendur sem brautskrást frá MA vinna lokaverkefni og hljóta grunn í aðferðafræði. Nemendur standa skil á verkefninu bæði munnlega og skriflega en viðfangsefni ræðst af áherslum þeirra í náminu og þá sérstaklega í kjörsviðsvali. Ein stærsta breytingin í nýrri námskrá er sú að nær helmingur náms á fyrsta ári er helgað Íslandsáföngunum, eða Íslandi eins og áfangarnir nefnast í daglegu tali. Um er að ræða tvo áfanga, annars vegar fléttast saman nám í íslensku, félagsfræði og sögu en hins vegar í íslensku, líffræði, landafræði og jarðfræði. Að auki er upplýsingatækni samofin hvorum hluta. Íslandsáföngunum er ætlað að skerpa sýn og auka skiln- ing nemenda á landi sínu, þjóð og tungu. Sérstaklega er hugað að læsi og beitingu móðurmálsins, bæði í ræðu og riti. Virk þátttaka nemenda Skóli á tímamótum skóLAstARf

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.