Skólavarðan - 01.11.2010, Side 36
36
Skólavarðan 5. tbl. 2010
20. Útikennsla og tilbreyting í skólastarfi : Gagnabanki sem kennarar
geta gengið í að vild, t.d. á degi umsjónarkennara eða á þema-
dögum að vori og hausti.
Símenntun í framkvæmd
Þessu næst var hafi st handa. Gert var ráð fyrir að símenntunarverk-
efnið væri unnið að jafnaði í um eina klukkustund á viku. Miðað
var við að verkefnið tæki um 60 klukkustundir alls en þegar upp var
staðið kom í ljós að sumir höfðu varið enn meiri tíma til þess. Ingvar
og Svanhildur funduðu með hverjum kennarahópi tvisvar á skólaárinu
og í janúar gerðu hóparnir stutta grein fyrir framgangi verkefnanna á
kennarafundi. Kennurum stóð til boða að fá utanaðkomandi ráðgjöf og
nýttu nokkrir sér það. Einnig voru þess dæmi að ráðgjöf væri sótt til
annarra kennara við skólann.
Á skólaárinu var efnt til fi mm almennra fræðslufunda. Sigrún
Cortes, kennari við Salaskóla, fjallaði um námsmat og einnig var
leitað til Eyglóar Friðriksdóttur, skólastjóra við Sæmundarskóla og
kennara þar, um að segja frá þróun námsmats í skólanum. Hróbjartur
Árnason, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, leiðbeindi um
notkun hugarkorta, Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur fjallað um aga og
agastjórnun og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir leiðbeindi um gagnvirkan
lestur. Kennarar höfðu val um hvort þeir mættu á þessa fundi en
það stóð ekki í vegi fyrir mjög góðri þátttöku. Þá var efnt til stuttra
námskeiða um upplýsingatækni fyrir smærri hópa kennara, m.a. um
ritvinnslu, notkun töfl ureikna, skjásýningaforrit (Power Point), Clicker-
forritið (í því er m.a. hægt að búa til ýmis verkefni sem þjálfa lestur
og ritun), Moodle-kennsluumsjónarkerfi ð, Mind Manager (hugarkort),
myndasögugerð í tölvum, Google Apps-umhverfi ð (samskipta- og
samstarfsumhverfi á Netinu) og um notkun raftöfl u (Smartboard).
Þrír hópar kennara fóru í skólaheimsóknir. Stýrihópur verkefnisins
heimsótti Álftanesskóla sem hefur verið leiðandi í uppbyggingarstefn-
unni. Stefnt er að því að þróa starfi ð í Grunnskóla Seltjarnarness í
þá átt. Tveir íslenskukennarar heimsóttu Sæmundarskóla og á annan
tug kennara heimsótti Grundaskóla á Akranesi, m.a. til að kynna sér
þær lestrarkennsluaðferðir sem notaðar eru þar við byrjendalæsi.1
Talsverður áhugi er á því innan skólans að taka upp sams konar vinnu-
brögð. Þá heimsótti einn kennari Giljaskóla á Akureyri og kynnti
sér m.a. lestrarkennslu og hvernig skólinn hefur nýtt uppbyggingar-
stefnuna.
Verkefnið vegið, metið og kynnt
Í lok skólaárs var staða verkefnisins metin á formlegan hátt. Einnig var
gerð ný þarfagreining sem fór fram með sama hætti og í upphafi verk-
efnisins, þ.e. með viðtölum við kennara. Verkefninu lauk síðan með
skipulögðum kynningardegi. Þar kynntu allir kennarar verkefni sitt,
hver með sínum hætti. Flutt voru erindi, settar upp sýningar, vegg-
spjöld og glærukynningar. Kennarar og aðrir gestir gengu á milli og
kynntu sér afraksturinn. Ekki höfðu allar áætlanir gengið eftir, ýmsar
nýjar hugmyndir höfðu fæðst, en afraksturinn var engu að síður afar
fjölbreytilegur og áhugaverður.
Í lok skólaársins var gerð könnun hjá kennurum þar sem þeir voru
beðnir að leggja mat á hvernig til hefði tekist. Viðhorf þeirra reyndist
undantekningarlítið mjög jákvætt, bæði gagnvart fyrirkomulaginu og
þeim námskeiðum og fræðslufundum sem voru í boði. Nokkrir bentu
þó á að þeir hefðu getað nýtt sér meiri ráðgjöf. Einstaka kennara þótti
ytri rammi verkefnisins íþyngjandi, t.d. sú skylda að þurfa að gera
öðrum grein fyrir verkefnum sínum eða að hafa utanaðkomandi stjórn-
endur líkt og þeim væri ekki treyst. Þá hefur orðið nokkur umræða um
eðli símenntunar af þessu tagi og hvort allir kennarar bæti í raun og veru
þekkingu sína eða hæfni. Spurt hefur verið: Er raunveruleg símenntun
eða starfsþróun fólgin í þessari nálgun? Auðvitað verður aldrei hægt
að svara slíkri spurningu. Stjórnendur telja hins vegar að þessi gerð af
símenntun sé líklegri en önnur hefðbundin til að auka starfsgleði og
hæfni kennara sem skilar sér til nemenda á fjölbreyttan hátt.
Þrátt fyrir umræðu og efasemdir sem þessar liggur ljóst fyrir að
meginniðurstaðan er mjög jákvæð. Skólastjórnendur voru því ekki í
nokkrum vafa um gildi þess að halda áfram að þróa „klæðskerasniðna
símenntun“ í Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2010-2011. Byggt
verður á mikilvægri reynslu síðastliðins vetrar - og líkt og fyrr á
óskum og væntingum kennara.
1 Um byrjendalæsi, sjá t.d. á þessari slóð: http://unak.is/static/fi les/Skolathrounarsvid/
Blbladid/B_blad%20_3%20arg_3_tbl.PDF
Nesstofa
Safnfræðsluverkefnið Nesstofa var samstarfsverkefni fjögurra
kennara við Mýrarhúsaskóla. Bæjar- og kirkjustæðið Nes er sögu-
fræg perla vestast á Seltjarnarnesi. Húsið var byggt á árunum
1761–1763 fyrir fyrsta landlækni Íslands, Bjarna Pálsson. Þar var
einnig apótek og fyrsta ljósmóðirin hafði þar aðstöðu. Verkefni
kennaranna fólst í því að skipuleggja bæði inni- og útikennslu
þannig að nemendur fengju tækifæri til að kynnast sögu eins
af elstu steinhúsum á Íslandi og umhverfi þess, lifnaðarháttum
fólks á byrjunarárum fyrsta landlæknis og lyfjaframleiðslu í
Nesi. Einnig var markmiðið að nemendur fengju fræðslu um
klæðnað og matarvenjur fólks á þessum tíma og jurtaræktun til
lyfjagerðar. Auk safnfræðslunnar útbjuggu kennararnir fjölbreytt
verkefni til að vinna á safninu eða í skólanum eftir heimsókn
í Nesstofu. Verkefnin voru samin með það í huga að kennarar
gætu breytt þeim og aðlagað kennslu eftir þörfum hvers og eins.
Nesstofuverkefnið hentar nemendum í 3. - 10. bekk grunnskóla.
Námsmat í stærðfræði á miðstigi
Verkefni Eddu Rúnar Knútsdóttur fólst í námsmatsverkefni í
stærðfræði í Mýrarhúsaskóla. Tilgangurinn með því var að koma
á framfæri á skýran og greinargóðan hátt hvað það er sem liggur
að baki einkunn á einkunnablaði. Þannig fá bæði foreldrar og
nemendur að vita hvað gengur vel og hvað illa, hvernig staðan
er í tilteknum efnisþáttum, hvort greina megi framfarir eða hvort
þörf sé á meiri þjálfun. Hugmyndin var að gera þetta aðgengilegt
og að það gæti nýst heima. Einnig var verkefnið hugsað sem leið
til að fá bæði nemendur og foreldra til að bera aukna ábyrgð á
náminu.
Námsframvinda er tiltölulega ný viðbót í Mentor og því hafa
markmið í stærðfræði ekki enn verið færð inn. Námsmarkmiðin
þarf sem sagt að forvinna og til að þetta nýtist allt sem best þarf
að setja inn markmið fyrir alla bekki grunnskóla því nemandi í 6.
bekk gæti t.d. verið að vinna með markmið sem ætluð eru yngri
eða eldri nemendum. Edda Rún fékk aðgang að námsframvindu-
kerfi nu og þar gat hún unnið með námsmarkmið fyrir hvern bekk
í samræmi við aðalnámskrá. Merkt er við ákveðið matstákn sem
merkt er við eftir því hvar nemandinn er staddur í viðkomandi
efnisþætti eða markmiði. Kennarinn getur metið einn nemanda
eða allan nemendahópinn og þegar slíkt er gert er með einföldum
hætti hægt að kalla upp ýmiss konar tölfræði.
fRæÐIn