Skólavarðan - 01.11.2010, Síða 40

Skólavarðan - 01.11.2010, Síða 40
40 Skólavarðan 5. tbl. 2010skóLAstARf Ýmsar leiðir eru færar til þess að vinna gegn einelti og ein þeirra er að stuðla að því að skapa góðan skólabrag og leggja áherslu á jákvæð og uppbyggileg samskipti. Í skólum þar sem áhersla er á heildstæða nálgun í lífsleikni skapast andrúmsloft hlýju, sam- stöðu og virðingar þar sem allir fá að njóta sín, bæði nemendur og starfsfólk. Vegna þess hve forvarnir gegn einelti eru nátengdar áherslum lífsleikni er mjög auðvelt að tengja þær skipulagi og framkvæmd lífsleiknikennslu. Tilvalið er að skilgreina slíka útfærslu í lífsleikniáætlun skólans. Hér á eftir er ætlunin að reifa mögulegar leiðir við að tengja forvarnir gegn einelti lífsleikninámi og -kennslu. Með hugtakinu lífsleikni er í þessari grein átt við nám þar sem áhersla er á félags-, siðferðis- og tilfinningatengda þætti í menntun og skólastarfi. Inntak lífsleikni Lífsleikni var gerð að sjálfstæðri skyldunámsgrein á grunn- og fram- haldsskólastigi og sérstökum námsþætti í leikskólum í nýjum aðal- námskrám sem menntamálaráðuneytið gaf út fyrir þessi skólastig árið 1999. Námsgreinin, eins og henni er lýst í aðalnámskrá grunnskóla, spannar mjög vítt svið. Þó er tekið fram að kjarni hennar skuli felast í lykilorðunum sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll. Markmiðin sem sett eru fram undir þessum kjarna beinast að því að efla félags-, siðferðis- og tilfinningaþroska nemenda. Hugmynd um lífsleikni sem sérstaka námsgrein má einkum rekja til hvatningar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) setti fram upp úr 1990 um að leggja áherslu á sálfélagslega þætti í skólastarfi til að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði og vellíðan nemenda. Stofnunin notaði enska hugtakið „life skills“. Af svipuðum meiði er áhersla á félags- og tilfinningatengt nám eða „social and emotional learning (SEL)“ sem einnig hefur haft áhrif á inntak og áherslur lífsleikninnar. Hin virtu samtök The Collaborative for Academic, Social, and Emotional Learning, skammstafað CASEL, hafa skil- greint fimm lykilflokka félags- og tilfinningalegrar færni: - Sjálfsvitund: að þekkja og vera meðvitaður um eigin tilfinningar, áhugamál, gildi, styrkleika og getu og viðhalda tilfinningu fyrir eigin sjálfstrausti sem byggist á traustum grunni. - Sjálfsstjórn: að geta stjórnað eigin tilfinningum, tekist á við streitu, stjórnað hvötum og yfirunnið hindranir; að geta sett sér markmið bæði persónuleg og sem snúa að námi og haft áhrif á framfarir og árangur við að ná þeim; að geta tjáð tilfinningar á uppbyggilegan hátt. - Félagsvitund: að geta sett sig í spor annarra og sýnt samhygð; að viðurkenna og taka mið af því að einstaklingar og hópar eru bæði líkir og ólíkir; að þekkja og fara eftir þeim samfélagslegu viðmiðum sem gilda; að þekkja og nýta sér þau úrræði sem búa innan fjölskyldu, skóla og samfélags. - Samskiptafærni: að stofna til og viðhalda heilbrigðum og gefandi tengslum sem byggjast á samvinnu; að standast neikvæðan félags- legan þrýsting; að fyrirbyggja, hafa stjórn á og leysa ágreining við aðra; að leita hjálpar þegar þess gerist þörf. - Að taka ábyrgar ákvarðanir: að taka ákvarðanir sem byggjast á viðmiðum siðferðis, öryggis, viðurkenndri hegðun, virðingu fyrir öðrum og líklegum afleiðingum hegðunar af ýmsum toga; að nota færni í að taka ákvarðanir í félagslegum aðstæðum og einnig þeim sem tengjast skólanum; að leggja sitt af mörkum til að stuðla að góðum skóla og samfélagi. Ýmislegt námsefni sem tekur á flestum ofangreindra færniþátta stendur grunnskólum til boða. Þetta efni er að mestu gefið út af Námsgagnastofnun en einnig öðrum aðilum. Að auki geta skólar innleitt sértæka áætlun sem ætlað er að fyrirbyggja einelti og má þar nefna t.d. Olweusaráætlunina. Margir skólar hafa einnig á að skipa eineltisteymi. Tengsl milli lífsleikni og forvarna gegn einelti Þó að margt sé enn á huldu um áhrifaríkustu leiðir til að fyrirbyggja einelti benda rannsóknir til þess að árangursríkustu forvarnaverkefni gegn einelti í skólum séu heildstæð og nái til alls skólans. Þar er um að ræða samþættingu skólareglna og viðurlaga, þjálfunar kennara, náms- efnis í bekkjum, þjálfunar í lausn ágreinings og einstaklingsbundinnar ráðgjafar. Forvarnaverkefni sem eingöngu beinast að geranda, þolanda eða báðum án þess að aðrir nemendur séu á einhvern hátt virkjaðir eða sjónum beint að skólabrag í víðu samhengi eru síður líkleg til að skila árangri. Til að ná viðunandi árangri í baráttu gegn einelti verður virðing að vera lykilþáttur í skólamenningunni. Þá ættu væntingar um það hvernig nemendur og starfsfólk koma fram hvert við annað að endurspeglast Texti: Aldís Yngvadóttir, M.Ed. Myndir: Arnþór Birkisson „Ég finn til í hjartanu“ Einelti er viðvarandi vandamál í skólum. Aldís Yngvadóttir ritstjóri hjá Námsgagnastofnun fjallar um þetta mikilvæga málefni frá sjónarhóli lífsleikni og bendir á ýmislegt sem gagnast í baráttunni. Lífsleikni og forvarnir gegn einelti Titill greinar er úr ljóðinu „Höfnun“ e. Helgu Kolbeinsdóttir, 13 ára.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.