Þjóðmál - 01.12.2012, Page 58

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 58
 Þjóðmál VETUR 2012 57 ÍBandaríkjunum ver ríkið meira til heilbrigðismála á hvern ein- stakling en nokkurt annað ríki innan OECD ef frá eru talin Noreg- ur, Holland og Lúxemborg . . . Hlutur ríkisins í heildarkostnaði við rekstur heil brigðis kerfisins í Banda- ríkjunum er kominn upp undir 50% samkvæmt nýjustu tölum OECD . komu lags er að tryggingafélögin hafa síður hag af því að semja um hagstæðar tryggingar fyrir starfsfólk í litlum fyrirtækjum . Enda er reyndin sú að þeir sem vinna hjá slíkum fyrirtækjum (eða þeir sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri) borga sínar heilsutryggingar millili ðalaust og getur munað hundruðum dollara á mánuði slíkum starfsmönnum í óhag . Áherslan hjá trygg ingafélögunum er á að selja víðtækar heilsu tryggingar til fjölmennra fyrirtækja . Þetta er ein meginskýringin á því hve margir ein yrkjar kjósa að vera án heilsutrygginga, t .d . trukka bílstjórar, jafnvel þótt laun margra þeirra séu vel yfir meðallagi . Blanda af ríkis- og einkarekstri Vissir þú þetta? Í Bandaríkjunum ver ríkið meira til heilbrigðismála á hvern einstakling en nokkurt annað ríki innan OECD ef frá eru talin Noregur, Holland og Lúxemborg! Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að Bandaríkin hafi sérstöðu í heiminum hvað varðar umfang einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu hefur ríkið jafnt og þétt aukið hlut sinn á því sviði, aðallega með tilkomu Medicare og Medicaid á sjöunda áratug síðustu aldar . Fyrir þann tíma var heil brigðisþjónusta í Bandaríkjunum að lang mestu leyti á vegum einkaaðila . Hlutur ríkisins var þá lengi vel í kringum 20% . Nú er hins vegar svo komið að hlutur ríkisins í heild- arkostnaði við rekstur heil brigðis kerfisins í Bandaríkjunum er kominn upp undir 50% samkvæmt nýjustu tölum OECD . Þetta þýðir í raun að flest frískt og vinnandi fólk stendur undir eigin heilsutryggingu, oftast fyrir milligöngu vinnu veitanda, en borgar auk þess fyrir ríkis rekna heilbrigðisþjónustu fyrir tiltekna hópa í gegnum skatta . Þetta verður að hafa huga þegar borinn er saman kostnaður á milli landa á þessu sviði því að horfa verður á heildar kostnað í því sam- hengi, þ .e . þann kostnað sem ríkið og einka geir inn standa undir samanlagt . Fram að tíma Medicare og Medicaid var hlutverk ríkis og sveitarfélaga takmarkað hvað varðaði heilbrigðisþjónustu . Tvær ástæð ur voru aðallega fyrir því . Í fyrsta lagi var heil brigðisþjónusta á frjálsum markaði miklu ódýrari í þá daga en nú . Er þá ekki ein ungis átt við í dollurum talið á föstu verðlagi heldur einnig sem hlutfall af ráð- stöf unar tekjum . Í öðru lagi tíðkaðist þá í mun meira mæli en nú að læknar eða spítalar meðhöndluðu efnalítið fólk gegn lágu eða engu gjaldi . Svokallaðir bráðaspítalar (e . emergency hospitals) voru t .d . starfræktir vítt og breitt um landið að undirlagi ýmissa góð gerðarfélaga, sér í lagi á vegum kaþólsku kirkjunnar . Gjarna störfuðu unglæknar og lækna nemar undir umsjón reyndari lækna á þessum sjúkrahúsum . Aldrei kom til að fólk án heilsu tryggingar fengi ekki meðhöndlun . Engum var látið blæða út á götunni, ef svo má segja . Á þetta hefur bandaríski full trúar- deildarþingmaðurinn og repú blík an inn Ron Paul verið óþreytandi að minna á enda getur hann talað af reynslu þar sem hann starfaði sem læknir bæði fyrir og eftir tilkomu Medi- care og Medicaid . Bandaríski sagnfræðingur- inn og rithöf und urinn Tom Woods (höf- und ur met sölu bókarinnar Meltdown) vitnar í þessu sambandi í rannsóknir sem sýna að

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.