Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 58

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 58
 Þjóðmál VETUR 2012 57 ÍBandaríkjunum ver ríkið meira til heilbrigðismála á hvern ein- stakling en nokkurt annað ríki innan OECD ef frá eru talin Noreg- ur, Holland og Lúxemborg . . . Hlutur ríkisins í heildarkostnaði við rekstur heil brigðis kerfisins í Banda- ríkjunum er kominn upp undir 50% samkvæmt nýjustu tölum OECD . komu lags er að tryggingafélögin hafa síður hag af því að semja um hagstæðar tryggingar fyrir starfsfólk í litlum fyrirtækjum . Enda er reyndin sú að þeir sem vinna hjá slíkum fyrirtækjum (eða þeir sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri) borga sínar heilsutryggingar millili ðalaust og getur munað hundruðum dollara á mánuði slíkum starfsmönnum í óhag . Áherslan hjá trygg ingafélögunum er á að selja víðtækar heilsu tryggingar til fjölmennra fyrirtækja . Þetta er ein meginskýringin á því hve margir ein yrkjar kjósa að vera án heilsutrygginga, t .d . trukka bílstjórar, jafnvel þótt laun margra þeirra séu vel yfir meðallagi . Blanda af ríkis- og einkarekstri Vissir þú þetta? Í Bandaríkjunum ver ríkið meira til heilbrigðismála á hvern einstakling en nokkurt annað ríki innan OECD ef frá eru talin Noregur, Holland og Lúxemborg! Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að Bandaríkin hafi sérstöðu í heiminum hvað varðar umfang einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu hefur ríkið jafnt og þétt aukið hlut sinn á því sviði, aðallega með tilkomu Medicare og Medicaid á sjöunda áratug síðustu aldar . Fyrir þann tíma var heil brigðisþjónusta í Bandaríkjunum að lang mestu leyti á vegum einkaaðila . Hlutur ríkisins var þá lengi vel í kringum 20% . Nú er hins vegar svo komið að hlutur ríkisins í heild- arkostnaði við rekstur heil brigðis kerfisins í Bandaríkjunum er kominn upp undir 50% samkvæmt nýjustu tölum OECD . Þetta þýðir í raun að flest frískt og vinnandi fólk stendur undir eigin heilsutryggingu, oftast fyrir milligöngu vinnu veitanda, en borgar auk þess fyrir ríkis rekna heilbrigðisþjónustu fyrir tiltekna hópa í gegnum skatta . Þetta verður að hafa huga þegar borinn er saman kostnaður á milli landa á þessu sviði því að horfa verður á heildar kostnað í því sam- hengi, þ .e . þann kostnað sem ríkið og einka geir inn standa undir samanlagt . Fram að tíma Medicare og Medicaid var hlutverk ríkis og sveitarfélaga takmarkað hvað varðaði heilbrigðisþjónustu . Tvær ástæð ur voru aðallega fyrir því . Í fyrsta lagi var heil brigðisþjónusta á frjálsum markaði miklu ódýrari í þá daga en nú . Er þá ekki ein ungis átt við í dollurum talið á föstu verðlagi heldur einnig sem hlutfall af ráð- stöf unar tekjum . Í öðru lagi tíðkaðist þá í mun meira mæli en nú að læknar eða spítalar meðhöndluðu efnalítið fólk gegn lágu eða engu gjaldi . Svokallaðir bráðaspítalar (e . emergency hospitals) voru t .d . starfræktir vítt og breitt um landið að undirlagi ýmissa góð gerðarfélaga, sér í lagi á vegum kaþólsku kirkjunnar . Gjarna störfuðu unglæknar og lækna nemar undir umsjón reyndari lækna á þessum sjúkrahúsum . Aldrei kom til að fólk án heilsu tryggingar fengi ekki meðhöndlun . Engum var látið blæða út á götunni, ef svo má segja . Á þetta hefur bandaríski full trúar- deildarþingmaðurinn og repú blík an inn Ron Paul verið óþreytandi að minna á enda getur hann talað af reynslu þar sem hann starfaði sem læknir bæði fyrir og eftir tilkomu Medi- care og Medicaid . Bandaríski sagnfræðingur- inn og rithöf und urinn Tom Woods (höf- und ur met sölu bókarinnar Meltdown) vitnar í þessu sambandi í rannsóknir sem sýna að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.