Þjóðmál - 01.12.2012, Page 61

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 61
60 Þjóðmál VETUR 2012 þess tíma sem íbúar Kanada og Bretlands þurfa að þola . Þá má benda á að 40% af þeim einstaklingum sem leita sér læknis meðferðar utan heimalands fara til Bandaríkjanna . Loks má nefna að Bandaríkin hafa lengi haft forystu í meðferð krabbameinssjúklinga . Til umhugsunar L jóst er að rekja má fjölmargar orsakir hás kostnaðar bandarísks samfélags vegna heilbrigðisþjónustu til ýmissa aðgerða stjórn- valda fremur en til meintra galla hins frjálsa mark aðar . Stjórn völd í Bandaríkjunum á dög um síðari heimsstyrjaldar hefðu átt að gera sér grein fyrir að ómögulegt er að stjórna launa þróun með valdboði . Augljóst er að við slíkar aðstæður munu vinnuveitendur leita ann arra leiða til að keppa um starfsmenn . Þá blasir við að bjóða ýmiss konar hlunnindi í staðinn . Þegar vinnuveitendur fóru svo að bjóða slík fríðindi í formi heilsutrygginga var það minnsta sem stjórnvöld þess tíma gátu gert að skattleggja þau að fullu . Þannig hefðu starfsmenn ekki haft neinn hag af því að vinnuveitendur þeirra hefðu milligöngu um heilsutryggingar eða heil brigðisþjónustu frekar en að þeir sæju um að kaupa í matinn fyrir þá . Stjórnvöld gerðu hins vegar ekki neitt fyrr en kostnaður vegna þessa óhagkvæma fyrirkomulags var orðinn það hár að mikill þrýstingur myndaðist á að stjórnvöld fyndu leiðir til úrbóta . Í stað þess að ráðast á rót vandans, þ .e . ofvaxið og óhagkvæmt heil- brigðiskerfi með vinnuveitendur sem milli- lag, ákváðu ráðamenn þess tíma að fjár- magna heilsutryggingar til stórra hópa svo að um munaði . Þessar niðurgreiðslur juk ust svo ár frá ári og er nú svo komið að út gjöld bandaríska ríkisins vegna heilbrigðis þjón ustu eru orðin meðal þeirra allra hæstu í veröld- inni . Á sama tíma fékk hið afbakaða heil- brigðis kerfi á vinnumarkaði að þróast áfram og síður en svo til hagkvæmari vegar . Þvert á móti urðu heilsutryggingar á þeim vett vangi æ víðfeðmari þannig að í mörgum til fellum er ekki lengur um eiginlegar trygg ingar að ræða heldur fyrirframgreidda heil brigðis þjón ustu líkt og einkennir ríkis rekstur . Í þessu sam- bandi hefur verið bent á að valkvæðar aðgerð- ir, sem ekki njóta neinna opinberra nið ur- greiðslna, eins og fegrunar aðgerðir og til tekn- ar augn aðgerðir, hafi lækkað umtalsvert í verði und a n farin ár og það þrátt fyrir að eftir spurn hafi aukist . Slík dæmi gefa enn eina vís bend- inguna um að víðtækar niðurgreiðslur í heil- brigðis kerfinu geti snúist upp í andhverfu sína með þeim afleiðing um að þjónustan verði dýrari á endanum . Bandaríkjamenn eru nú fastir í tvöföldu heilbrigðiskerfi og bera bæði bera keim af þeirri óhagkvæmni og sóun sem miðstýrðum kerf um fylgja jafnan . Bandarísku lækna- samtök in, með bakstuðningi stjórnvalda, og hinar himin háu skaðabætur sem hið opinbera réttar kerfi á til að dæma fólki vegna lækna- mistaka, hafa svo skekkt heilbrigðismarkaðinn enn frekar . Þessu væri öllu hægt að una ef gæði heilbrigðiskerfisins væru þeim mun meiri . En þótt gæði heilbrigðis þjón ustunnar í Bandaríkjunum séu á margan hátt öfundsverð er þau of dýru verði keypt . Bandaríkin eru því ekki lengur gott dæmi um einkarekstur á heilbrigðissviði . Þau eru hins vegar fyrirtaks- dæmi um hvernig verðmætum er stundum kastað á glæ í blönduðu hagkerfi . Heimildir The McKinsey Quarterly (nr . 2), 2009 . OECD-heimasíða: Health Data 2012- Frequently Requested Data . Milton & Rose Friedman: Free to Choose, 1980 . C-Span sjónvarpstöðin, 2000: Viðtal við Milton Friedman (aðgengilegt á YouTube) . Ron Paul: Heimasíða og ýmis myndbönd á vefnum . Hoover-stofnunin, 2010: Viðtal við Gary Becker (aðgengilegt á YouTube) . Heimasíða NCPA: Scott Atlas, 24 . March 2009: Ten Facts about American Health Care (pistill) . Walter Block: Ýmis viðtöl á netinu . Tom Woods: Heimasíða .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.