Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 61

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 61
60 Þjóðmál VETUR 2012 þess tíma sem íbúar Kanada og Bretlands þurfa að þola . Þá má benda á að 40% af þeim einstaklingum sem leita sér læknis meðferðar utan heimalands fara til Bandaríkjanna . Loks má nefna að Bandaríkin hafa lengi haft forystu í meðferð krabbameinssjúklinga . Til umhugsunar L jóst er að rekja má fjölmargar orsakir hás kostnaðar bandarísks samfélags vegna heilbrigðisþjónustu til ýmissa aðgerða stjórn- valda fremur en til meintra galla hins frjálsa mark aðar . Stjórn völd í Bandaríkjunum á dög um síðari heimsstyrjaldar hefðu átt að gera sér grein fyrir að ómögulegt er að stjórna launa þróun með valdboði . Augljóst er að við slíkar aðstæður munu vinnuveitendur leita ann arra leiða til að keppa um starfsmenn . Þá blasir við að bjóða ýmiss konar hlunnindi í staðinn . Þegar vinnuveitendur fóru svo að bjóða slík fríðindi í formi heilsutrygginga var það minnsta sem stjórnvöld þess tíma gátu gert að skattleggja þau að fullu . Þannig hefðu starfsmenn ekki haft neinn hag af því að vinnuveitendur þeirra hefðu milligöngu um heilsutryggingar eða heil brigðisþjónustu frekar en að þeir sæju um að kaupa í matinn fyrir þá . Stjórnvöld gerðu hins vegar ekki neitt fyrr en kostnaður vegna þessa óhagkvæma fyrirkomulags var orðinn það hár að mikill þrýstingur myndaðist á að stjórnvöld fyndu leiðir til úrbóta . Í stað þess að ráðast á rót vandans, þ .e . ofvaxið og óhagkvæmt heil- brigðiskerfi með vinnuveitendur sem milli- lag, ákváðu ráðamenn þess tíma að fjár- magna heilsutryggingar til stórra hópa svo að um munaði . Þessar niðurgreiðslur juk ust svo ár frá ári og er nú svo komið að út gjöld bandaríska ríkisins vegna heilbrigðis þjón ustu eru orðin meðal þeirra allra hæstu í veröld- inni . Á sama tíma fékk hið afbakaða heil- brigðis kerfi á vinnumarkaði að þróast áfram og síður en svo til hagkvæmari vegar . Þvert á móti urðu heilsutryggingar á þeim vett vangi æ víðfeðmari þannig að í mörgum til fellum er ekki lengur um eiginlegar trygg ingar að ræða heldur fyrirframgreidda heil brigðis þjón ustu líkt og einkennir ríkis rekstur . Í þessu sam- bandi hefur verið bent á að valkvæðar aðgerð- ir, sem ekki njóta neinna opinberra nið ur- greiðslna, eins og fegrunar aðgerðir og til tekn- ar augn aðgerðir, hafi lækkað umtalsvert í verði und a n farin ár og það þrátt fyrir að eftir spurn hafi aukist . Slík dæmi gefa enn eina vís bend- inguna um að víðtækar niðurgreiðslur í heil- brigðis kerfinu geti snúist upp í andhverfu sína með þeim afleiðing um að þjónustan verði dýrari á endanum . Bandaríkjamenn eru nú fastir í tvöföldu heilbrigðiskerfi og bera bæði bera keim af þeirri óhagkvæmni og sóun sem miðstýrðum kerf um fylgja jafnan . Bandarísku lækna- samtök in, með bakstuðningi stjórnvalda, og hinar himin háu skaðabætur sem hið opinbera réttar kerfi á til að dæma fólki vegna lækna- mistaka, hafa svo skekkt heilbrigðismarkaðinn enn frekar . Þessu væri öllu hægt að una ef gæði heilbrigðiskerfisins væru þeim mun meiri . En þótt gæði heilbrigðis þjón ustunnar í Bandaríkjunum séu á margan hátt öfundsverð er þau of dýru verði keypt . Bandaríkin eru því ekki lengur gott dæmi um einkarekstur á heilbrigðissviði . Þau eru hins vegar fyrirtaks- dæmi um hvernig verðmætum er stundum kastað á glæ í blönduðu hagkerfi . Heimildir The McKinsey Quarterly (nr . 2), 2009 . OECD-heimasíða: Health Data 2012- Frequently Requested Data . Milton & Rose Friedman: Free to Choose, 1980 . C-Span sjónvarpstöðin, 2000: Viðtal við Milton Friedman (aðgengilegt á YouTube) . Ron Paul: Heimasíða og ýmis myndbönd á vefnum . Hoover-stofnunin, 2010: Viðtal við Gary Becker (aðgengilegt á YouTube) . Heimasíða NCPA: Scott Atlas, 24 . March 2009: Ten Facts about American Health Care (pistill) . Walter Block: Ýmis viðtöl á netinu . Tom Woods: Heimasíða .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.