Skólavarðan - 01.11.2013, Page 15

Skólavarðan - 01.11.2013, Page 15
Skólavarðan 2. tbl 2013 13 Samanburðarhópar kennara eru gjarnan ríkisstarfs- menn með háskólapróf og starfsréttindi í tilteknum greinum, sem bera svipaða ábyrgð í starfi. Framhaldsskólar geta ekki fjölgað eða fækkað verk- efnum sínum sjálfir og hafa mjög lítinn rétt til gjald- töku fyrir þau. Þeir hafa takmörkuð tækifæri til að afla sér tekna, litla markaðstengingu og samkeppni þeirra á milli er ekki virk í fjárhagslegum skilningi. Kennarar og aðrir sem vinna í framhaldsskólum eru háðir því að grunnmat á störfum þeirra til launa og starfskjörum byggi á ábyrgri stefnu stjórnvalda. Sú stefna ætti að sýna í verki gildi og mikilvægi starf- seminnar sem kennarar bera ábyrgð á og felst í því að mennta þá sem „erfa eiga landið“. Mat á kennarastarfinu hér á landi kemur illa út sam- anborið við meðaltal OECD og einstök Norðurlönd. Það blasir við að starfskjörin eru knúin fram í erfiðum kjarasamningum. Núverandi kjarasamningakerfi er dreifstýrt og líkt því sem almennt gerist hjá ríkinu, að minnsta kosti á yfir- borðinu, en áhrif þess á kjör kennara eru í raun mjög ólík þeim sem það hefur á kjör samanburðarhópanna. Kæ u ke na ar Í vetur býðst félag mönnum í KÍ að nota hótelmið til að greið fyrir gistingu á litlu hlýlegu gistiheimili í Grjótaþorpinu. Í boði er gisti g í eins og tveggj manna herbergjum e a í íbúð með 2 svefnherbergjum og möguleika á svefnplássi í stofunni. Nánari upplýsingar á ki.is og brattagata.com Hlakka t l að sjá ykkur Ingunn, sí i 612 9800 Nordplus NorræNa meNNtaáætluNiN Styrkir til bekkjaheimsókna, kennaraskipta, norrænna tungumálaverkefna og annarra samstarfsverkefna á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2014 Kynnið ykkur málið á www.nordplus.is Launakjör framhaldsskólakennara hafa dregist verulega aftur úr samanburðarhópum. kjaramálkjara ál

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.