Skólavarðan - 01.11.2013, Side 28
26 Skólavarðan 2. tbl 2013
ráðstefnaráðstefna
Níutíu fulltrúar aðildarfélaga nor-
rænna kennarafélaga komu saman á
ráðstefnu Samstarfsnefndar norrænu
kennarasambandanna (NLS) í Nyborg í
Danmörku 7. – 9. október síðastliðinn.
Þar var farið yfir vítt málefnasvið, með-
al annars norræna skólapólitík, stöðu
kennara á nýrri öld, hlutverk trún-
aðarmanna og leiðir til að efla virðingu
kennarastarfsins.
MiKiLVÆgT að NOrrÆN
giLDi HaLDi VeLLi
Ráðstefnugestir hlýddu á fyrirlestra
um hugmyndafræði menntunar í
Evrópu ásamt hinni samnorrænu
sýn. Mikkel Mailand, lektor við Kaup-
mannahafnarháskóla, greindi frá rann-
sókn á fyrirkomulagi kjarasamninga á
Norðurlöndunum og í Evrópu. Í máli
hans kom fram að skólar á þessu svæði
stæðu frammi fyrir tvíþættri kröfu,
því þeir þyrftu að þola niðurskurð og
hagræðingu í kjölfar kreppu á sama
tíma og gerðar væru miklar kröfur
um skilvirkni. Kennarastéttin eldist
og dræm aðsókn er í kennaranám.
Mailand fjallaði um verkbann danskra
sveitarfélaga á grunnskólakennara
síðastliðið vor, sem hlýtur að vekja ugg
annarra stétta, þar sem farið var á snið
við frjálsar kjarasamningaviðræður og
lagasetningu beitt. Anders Rusk, for-
maður NLS, fjallaði um styrkleika nor-
rænu þjóðanna og nefndi sérstaklega
áhersluna á velferð og atvinnu, gagn-
kvæman skilning og virðingu. Að hans
mati er lykilatriði að þessi hefðbundnu
norrænu gildi haldi velli.
FagMeNNSKaN Í FOrgaNg
Heill dagur var tileinkaður kennurum,
skólum, fagmennsku og leiðum til að
styrkja kennara í starfi. Hafdís Ingvars-
dóttir, prófessor við Menntavísinda-
svið HÍ, hélt þá athyglisvert erindi þar
sem hún sagði að besta leiðin til að
efla virðingu kennarastarfsins væri að
setja fagmennsku hans í forgang. Það
væri best gert með því að efla kenn-
aramenntun og auka möguleika til
starfsþróunar. Breytingar hefðu orðið
á störfum kennara eins og annarra
stétta og í stað einyrkjahugsunar væri
nú bæði lögð áhersla á samvinnu og
samábyrgð kennara á námi nemenda
sinna og sjálfræði þeirra í eigin starfi.
Mikilvægt er, að mati Hafdísar, að
skapa aðstæður í skólastarfinu sem
styðja kennarann og veita honum tíma
fyrir samvinnu, hvort sem er með nem-
endum eða öðrum.
Í máli hennar kom fram að hlutverk
skólastjóra væri að styðja kennara í
starfi þar sem áhersla væri lögð á fag-
mennsku. Það er því mikilvægt að ræða
við kennara um hvað þeir telja sjálfir
að þeir hafi þörf fyrir og hvetja þá til
starfsþróunar. Þetta felur ekki bara í sér
símenntun á háskólastigi heldur einnig
að samstarfsfólk vinni saman, til dæmis
með því að fylgjast með kennslu hvert
hjá öðru, skipuleggi starfið saman,
leiðbeini hvert öðru og ræði saman um
vinnu nemenda. Fagmennsku þarf að
byggja upp alla starfsævina að mati
Hafdísar.
HLUTVerK TrúNaðar-
MaNNa
Hlutverk trúnaðarmanna var einnig
rætt á ráðstefnunni, tengsl þeirra við
stéttarfélögin og þáttur þeirra í að
hvetja kennara til umræðu um starf sitt
og gildi þess. Þar kom fram að ýmsir
þættir hafa áhrif á kennara, t.d. sam-
starfsfólk og stjórnendur, stefna stjórn-
valda og síðast en ekki síst valdsvið
einstaklingsins sjálfs. Því er mikilvægt
að dreifa ábyrgð til trúnaðarmanna og
þaðan til kennaranna sjálfra.
Texti: Guðbjörg Ragnarsdóttir, varafor-
maður Félags grunnskólakennara.
Mynd: Rán Bjargardóttir.
Mikilvægt
að efla virðingu
kennarastarfsins
Guðbjörg Ragnarsdóttir. ráðstefna Samstarfsnefndar norrænu
kennarasambandanna í Nýborg.