Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 8

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 8
8 héraðsnefnda verði kjörnir úr hópi leikmanna eins og raunin er nú með forseta kirkjuþings. Í öðru lagi verður lagt til að kirkjuþing fái fjárstjórnarvald í kirkjunni og axli raunverulega ábyrgð á þeim vandasömu verkefnum sem slíku valdi fylgja. Í þriðja lagi verður lagt til að kjörtími biskupa verði takmarkaður við tvö sex ára tímabil, tólf ár að hámarki. Í fjórða lagi verður lagt til að staða vígslubiskupa verði styrkt til muna, að þeir fái almennt tilsjónarhlutverk með kirkjulegu starfi í umdæmum sínum og gegni þannig sjálfstæðu hlutverki í hinu óskipta biskupsdæmi á Íslandi sem nokkurs konar stiftsprófastar en verði ekki einungis aðstoðarmenn biskups Íslands. Tilsjónarhlutverkinu verði um leið létt af próföstum og þeir hætti að vera sérstakir trúnaðarmenn biskups. Þess í stað verði prófastar kjörnir til forystuhlutverks í kirkjulegu starfi í prófastsdæmunum og leiði þannig meðal annars uppbyggingar- og þróunarstarf. Í fimmta og síðasta lagi verður lagt til að horfið verði frá þeirri forneskju að biskupar og prestar þjóðkirkjunnar verði skilgreindir í lögum sem embættismenn ríkisins. Þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja eins og við höfum svo margoft haldið fram heldur sjálfstæður réttaraðili í lögbundnum og menningarlegum tengslum við ríkisvaldið. Það samræmist ekki ótvíræðu sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu og er í raun og veru ósættanleg þversögn að helstu starfsmenn hennar skuli taldir til embættismanna ríkisins í lögum. Það er löngu tímabært að gera hér á nauðsynlega breytingu svo að þjóðkirkjuna dagi ekki uppi sem nátttröll í nýrri samfélagsskipan. Við göngum nú til brýnna verka á aukakirkjuþingi í dag. Að þremur dögum liðnum verður þess minnst á þjóðhátíðardegi að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar sem með hógværð sinni, festu og framsýni skilaði happadrjúgu dags- verki og hefur orðið ótvírætt sameiningartákn þjóðarinnar. En það var ekki alltaf friður um Jón Sigurðsson og sporgöngumenn hans. Á 100 ára afmæli Jóns, 17. júní 1911, orti Hannes Hafstein um hann minningarljóð sem hefst á hinu snarpa ákalli: Þagnið, dægurþras og rígur! Síðar í ljóðinu segir: Allt hið stærsta, allt hið smæsta, allt hið fjærsta og hendi næsta, allt var honum eins: hið kærsta, ef hann fann þar lands síns gagn. Við skulum láta þessi orð og fordæmi Jóns Sigurðssonar verða okkur hvatningu þess að vinna nú þjóðkirkjunni allt það gagn er við megum í samhug og kærleika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.