Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 12

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 12
12 1. mál aukakirkjuþings 2011 Flutt af forsætisnefnd kirkjuþings Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd, fjárhagsnefnd og allsherjarnefnd. Samræmt í forsætisnefnd með formönnum annarra nefnda. Þingsályktun um viðbrögð við niðurstöðum rannsóknarnefndar kirkjuþings Aukakirkjuþing 2011 þakkar ítarlega og vel unna skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot. Telur kirkjuþing mikinn feng að skýrslu rann- sóknarnefndar og ótvírætt að niðurstöður hennar eru mikilvægt veganesti til að bæta starfshætti og skipulag þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot innan hennar eftir því sem nauðsynlegt er og byggja upp traust og trúnað innan kirkjunnar og gagnvart samfélaginu. Kirkjuþing harmar að viðbrögð og starfshættir þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot innan hennar hafi ekki alltaf verið sem skyldi. Kirkjuþing biður þá þolendur kynferðisbrota sem hafa verið órétti beittir í samskiptum við þjóna kirkjunnar og lykilstofnanir hennar fyrirgefningar. Kirkjuþing ætlast til þess að á málum sem varða ofbeldi verði ávallt tekið af fullri virðingu, sanngirni og skilningi sem er í samhljómi við fagnaðarerindi kristinnar trúar. Kirkjuþing hvetur til þess að samstarfs verði leitað við málsaðila og fagfólk sem þekkingu hefur á því hvernig vinna skal úr kynferðisbrotamálum. Kirkjuþing minnir á að frá árinu 1998 hafa verið gerðar ýmsar mikilvægar úrbætur til að draga úr líkum á að kynferðisofbeldi eigi sér stað innan vébanda kirkjunnar og stuðla að því að þolendur fái viðeigandi stuðning. Þar varðar mestu stofnun fagráðs og starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Engu að síður er mikilvægt að horfast í augu við það sem úrskeiðis hefur farið. Brýnt er að áfram verði haldið á þeirri braut að skerpa og móta frekari verklagsreglur vegna ásakana um kynferðisbrot í því skyni að þjóðkirkjan verði jafnan vel í stakk búin til að takast á við kynferðisofbeldi og bregðist við því af öryggi og festu. Þjóðkirkjan vill tileinka sér fyrirmyndarvinnubrögð og leiðir til forvarna eins og bent er á í skýrslur rannsóknar- nefndar kirkjuþings. Kirkjunni ber að vera skjól og sýna stuðning öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hvaða tagi sem er. Kirkjuþing ályktar að kjósa skuli fimm manna nefnd úr hópi kirkjuþingsfulltrúa til að undirbúa frekari úrbætur á þessu sviði fyrir komandi kirkjuþing að hausti. Nefndin skal hafa sérstaka hliðsjón af þeim tillögum sem fram eru settar í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings og leita sér jafnframt sérfræðilegrar aðstoðar eftir því sem þurfa þykir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.