Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 33

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 33
33 þolendum sem skýra frá kynferðilegu ofbeldi, sýna þeim hvorki samlíðan né samstöðu en leggja megináherslu á að verja heiður kirkjustofnunarinnar. Að þekkja og geta greint þessi varnarviðbrögð og reyna að forðast þau er lærdómur út af fyrir sig, sem nauðsynlegt er að halda til haga. Í framhaldi af þessu þá virðist mér einnig að mikilvægur og jafnframt sársaukafullur lærdómur sem kirkjan er að reyna að taka það til sín sé sá að það sem hrekur fólk burt út kirkjunni er upplifun þess af því að kirkjan standi ekki með þolendum óréttlætis. Þessi lærdómur getur jafnt átt við um viðbrögð kirkjunnar við kynferðisofbeldi og fyrir nokkrum árum þegar fjöldi fólks upplifði að kirkjan stæði ekki með samkynhneigðu fólki í baráttu þeirra fyrir réttlæti. Í heimsókn sinni hér á landi fyrir skömmu orðaði Marie Fortune þetta þannig: Það eru svik kirkjunnar sem stofnunar sem hrekja fólk úr kirkjunni. Samkvæmt Fortune er mikilvægasta lexía kirkjunnar sú að geta hlustað og sýnt hluttekningu. Að taka fólk alvarlega. Sýna því þá virðingu þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi eða kúgun að trúa því og standa með því. Þetta segir Fortune að sé forsenda þess að kirkjur geti náð sér á strik eftir t.d. ofbeldi presta. Sé grannt hlustað á orð Fortune má heyra bergmál samskonar dygða og ég nefndi hér áðan og sagði vera siðferðileg grunngildi kirkjunnar: Að sýna fólki samlíðan og samstöðu. Hvernig verður það þá ljóst að kirkjan stendur með þolendum kynferðisofbeldis? Svar mitt við því er að það þurfi að sýna og sanna í verki, fyrst og fremst. Í öllu starfi kirkjunnar þarf það að vera skýrt að óhætt er að koma til kirkjunnar með þessi mál. Til þess að svo megi vera í raun þarf að ríkja andrúmsloft heilbrigðis og öryggis. Það er ekki hlutverk starfsfólks kirkjunnar að prófa sannleiksgildi frásagna sóknar- barnanna og fella dóma í því efni. Til þess er fagfólk á öðru sviði. Starfsfólk kirkjunnar er vissulega fagaðilar – í þeirri merkingu að ábyrgð þeirra gagnvart sóknarbörnunum er sú sama og ábyrgð læknis gagnvart sjúklingi og kennara gagnvart nemanda. Milli samfélagsins og allra fagstétta ríkir siðferðislegur samningur. Grundvöllur hans er traust, þ.e. samfélagið treystir fagstéttum til þess að vinna að heill og velferð þeirra sem leita til þeirra með þarfir skjólstæðinganna að leiðarljósi. Hlutverk þeirra sem þjóna í kirkjunni er að þessu leyti það sama og annarra fagstétta: Þeirra að hlusta, mæta þörfum fólks í erfiðleikum og þjáningu, skapa öruggt umhverfi og sýna stuðning. Þarfir þolenda kynferðisofbeldis eru margskonar og þær hafa verið kortlagðar. Þar er mikilvæga þekkingu að finna fyrir alla sem starfa í kirkjunni um siðferðilegt hlutverk prestsins og annars starfsfólks kirkjunnar gagnvart þolendum. Ég ætla að nefna þrjú atriði í þessu sambandi. Hið fyrsta er að þolandinn fái að segja sögu sína á öruggum stað í samtali við persónu sem hann treystir. Kirkjan þarf að vera þessi öruggi staður og starfsfólk hennar það fólk sem má treysta. Í öðru lagi hafa þolendur kynferðisofbeldis þörf á samfylgdarmanni sem getur staðið við hlið þeirra í virkri nálægð og hlustun, án þess þó að grípa inn í. Hin virka nálægð felur í sér viðurkenningu og samlíðun. Til að geta gert þetta þarf siðferðisstyrk og þolgæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.