Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 41

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 41
41 2. Skýrsla kirkjuráðs. Úr nefndaráliti Í nefndaráliti allsherjarnefndar koma fram nokkrar ábendingar nefndarinnar til kirkju- ráðs. Þar segir m.a.: Allsherjarnefnd áréttar samþykkt kirkjuþings frá 2009 þess efnis að prestar og söfnuðir haldi vel utan um félagaskráningu í þjóðkirkjuna. Kirkjuráð samþykkti að kynna prestum þessa ábendingu. Biskup hefur hvatt presta og prófasta til að gæta að trúfélagaskráningu. Biskup hefur einnig rætt við skrifstofu- stjóra þjóðskrár um skráningu manna í þjóðkirkjuna og um skráningu kirkjulegra athafna s.s. skírnar, fermingar og hjónavígslu. Kirkjuráð leggur af þessu tilefni fram á kirkjuþingi 2011 tillögu til þingsályktunar um félagatal þjóðkirkjunnar. Allsherjarnefnd brýnir kirkjuráð að marka stefnu til nokkurra ára í rekstri þjóðkirkjunnar. Forðast verði eins og unnt er að ganga á höfuðstól til að mæta rekstrarútgjöldum, sala fasteigna verði hófstillt og skynsamleg. Fjárframlög dugi til rekstrar þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð hefur leitast við að uppfylla þessi tilmæli, en ljóst er að nokkurn tíma tekur að ná markmiðum um að fjárframlög dugi til rekstrar þjóðkirkjunnar, einkum þar sem meginrekstarkostnaður felst í launagreiðslum. Þess hefur verið gætt að sala fasteigna sé í samræmi við ofangreind tilmæli. Allsherjarnefnd fagnar að gerð var könnun á trausti fólks til sóknarkirkjunnar og presta. Ljóst er að gera þarf reglulega kannanir til að meta stöðuna. Niðurstöður þarf að nýta í markmiðssetningu fyrir kirkjuna og einnig til að sýna hvar gera má betur. Kannanir hafa ekki verið gerðar þar sem fé skortir. Allsherjarnefnd kynnti sér skýrslu þjóðmálanefndar og við lestur hennar vöknuðu spurningar um tilgang og skilvirkni nefndarinnar. Allsherjarnefnd telur rétt að lagt sé mat á starfið miðað við upphaflegan tilgang. Kirkjuráð samþykkti að óska eftir að kirkjustarfshópur kirkjuráðs færi yfir ábendingar allsherjarnefndar um að meta starf þjóðmálanefndar og gerði tillögur um hvernig bregðast skyldi við framangreindum ábendingum nefndarinnar. Kirkjustarfshópurinn hafði samstarf við formann þjóðmálanefndar um málið. Þjóðmálanefnd leggur fram skýrslu á kirkjuþingi 2011. Ályktun kirkjuþings 2010 Í ályktun kirkjuþings kemur eftirfarandi fram: Kirkjuþing 2010 leggur áherslu á nauðsyn þess að endurskoða kosningarétt til kirkjuþings með það að markmiði að auka þátttöku og lýðræði innan þjóðkirkjunnar. Sjá umfjöllun um 12. mál kirkjuþings 2011. Kirkjuþing 2010 hvetur kirkjuráð til að fullvinna Stefnumótun um málefni fatlaðra innan íslensku þjóðkirkjunnar, Vímuvarnarstefnu þjóðkirkjunnar og Samskiptastefnu þjóðkirkjunnar og leggja fyrir kirkjuþing 2011. Kirkjuráð samþykkti að vísa málinu til biskups Íslands. Biskup leggur fram tillögur á kirkjuþingi 2011 um þessi mál. Kirkjuþing 2010 leggur áherslu á mikilvægi þess að námskrá fyrir fræðslu þjóðkirkjunnar verði kynnt kirkjufólki í héraði til að tryggja sem best að hún nái fram að ganga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.