Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 45
45
10. mál. Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna.
Kirkjuþing 2010 samþykkti sölu eftirtalinna fasteigna í eigu kirkjumálasjóðs:
Suðurprófastsdæmi
1. Jörðin Kálfafellsstaður, Sveitarfélaginu Hornafirði
2. Jörðin Ásar (Eystri-Ásar), Skaftárhreppi
3. Jörðin Holt undir Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra
4. Bergþórshvoll – hluti jarðar (sandar) Rangárþingi eystra
5. Tröð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
6. Jörðin Mosfell í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi
7. Brattahlíð 5, Hveragerði, Hveragerðisbæ
8. Túngata 20, Eyrarbakka, Árborg
9. Háaleiti, Þorlákshöfn, Ölfus
10. Jörðin Hraungerði og Voli, Flóahreppi
Kjalarnessprófastsdæmi
11. Ránargata 1, Grindavík
12. Keilisbraut 775 (Kapella ljóssins), Reykjanesbæ
13. Breiðbraut 672 (raðhús b og c), Reykjanesbæ
14. Skagabraut 30, sveitarfélaginu Garði
15. Tvær lóðir úr Mosfelli (Dalsgarður og Víðigerði) Mosfellsbæ
Borgarfjarðarprófastsdæmi
16. Laugarbraut 3, Akraneskaupstað
Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi
17. Laufás 2, Hellissandi, Snæfellsbæ
Vestfjarðaprófastsdæmi
18. Bakkatún, Bíldudal, Vesturbyggð
19. Túngata 6, Suðureyri, Ísafjarðarbæ
20. Jörðin Árnes I, Árneshreppi
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
21. Jörðin Prestbakki, Bæjarhreppi
22. Jörðin Borgarhóll, Akrahreppi
Eyjafjarðarprófastsdæmi
23. Austurvegur 9, Hrísey, Akureyri
24. Lóð úr landi Syðra-Laugalands 1,43 ha.
Austfjarðaprófastsdæmi
25. Kolfreyjustaður
Reykjavík
26. Hjarðarhagi 30, 1.h.t.h. Reykjavík
II. Kirkjuþing 2010 samþykkir kaup á fasteign sem prestsbústað í Bíldudals- og
Tálknafjarðarprestakalli, Vestfjarðaprófastsdæmi.
III. Heimildarákvæði um kaup og sölu fasteigna gilda fram að kirkjuþingi 2011.
IV. Kirkjuþing 2010 beinir því til kirkjuráðs að kosta kapps um að andvirði seldra
eigna verði varið til að varðveita og efla uppbyggingu kirkjulegs starfs á
sameiginlegum vettvangi þjóðkirkjunnar og í heimabyggð.
Kirkjuráð hefur selt þær eignir sem hér greinir samkvæmt framangreindri heimild:
Eystri-Ásar, Tröð íbúðarhús, Laufás 2, Hellissandi og lóð úr landi Syðra-Laugalands.
Heimild til kaupa á fasteign í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli var ekki nýtt.
11. mál. Þingsályktun um stefnu í leiðtogamálum innan þjóðkirkjunnar.
Málið var sameinað 7. máli kirkjuþings 2010 um þjónustu kirkjunnar.