Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Qupperneq 56

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Qupperneq 56
56 18. mál 2011. Tillaga að starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. Kirkjuráð ákvað að endurskoða starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. Helstu markmið endurskoðunarinnar eru að fjölga kosningabærum leikmönnum frá því sem nú er. Samkvæmt núgildandi starfsreglum eru vígðir þjónar kirkjunnar í miklum meirihluta þeirra sem kjósa biskup Íslands og vígslubiskupa. Þykir rétt að auka hlut leikmanna og eins að búa svo um hnúta að biskupar sæki umboð sitt að hluta beint til grunneingar þjóðkirkjunnar sem er sóknin. Er því lagt til að formenn allra sóknarnefnda kjósi biskup Íslands. Jafnframt að formenn sóknarnefnda í vígslubiskupsumdæmi kjósi við kjör vígslubiskups í því umdæmi. Þá þykir kirkjuráði rétt að kosningar verði rafrænar og fari fram í einni umferð. Enn fremur að þeir sem gefa kost á sér til kjörs sendi yfirlýsingu þar að lútandi til kjörstjórnar og ekki þurfi meðmælendur. 20. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun um málefni fatlaðra innan íslensku þjóðkirkjunnar. Lögð er fram á kirkjuþingi stefnumótun um málefni fatlaðra innan íslensku þjóðkirkjunnar. Á kirkjuþingi 2009 var lögð fram þingsályktunartillöga um stefnu- mótun í málefnum fatlaðra og samþykkti kirkjuþing að skipuð yrði nefnd til að marka stefnu í málefnum fatlaðra í kirkjunni. Á grundvelli framangreindrar þingsályktunartillögu skipaði kirkjuráð nefnd og var hún skipuð þeim sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur, presti fatlaðra, sr. Birgi Ásgeirssyni og dr. Gerði Aagot Árnadóttur. Nefndin skilaði drögum að stefnumótun sem lögð voru fram til kynningar með skýrslu kirkjuráðs 2010. Nú hafa þessi drög verið yfirfarin og sett upp í samræmi við þær stefnumarkanir sem kirkjuþing hefur samþykkt á undanförnum árum. Eins hefur verið litið til þess sem alþjóðleg kirknasamtök hafa gert í þessum efnum og tekið mið af því. 21. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um stofnun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Hér lagt til að stofnuð verði æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir umræðu um barna- og unglingastarf kirkjunnar um land allt, stöðu þess og þróun. Nefndin á að vera biskupi, prófastsdæmum og öðrum þeim er eiga fulltrúa í nefndinni, til ráðgjafar og stuðnings um stefnu og mótun í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Gert er ráð fyrir að nefndin starfar náið með þjónustusviði Biskupsstofu sem sé tengiliður nefndarinnar við biskup. 22. mál 2011. Tillaga til þingsályktunar um stefnu þjóðkirkjunnar um kristniboð. Þjóðkirkjan lítur á kristniboðið sem málefni kirkjunnar allrar, hjartans mál og hugsjón í sérhverjum söfnuði sínum og vinnur að því að söfnuðir þjóðkirkjunnar styrkist í kristniboðsköllun sinni, finni sig hluta hinnar alþjóðlegu kirkju og minnist hlutverks síns í boðun og útbreiðslu trúarinnar heima og heiman. Með bæn, boðun og þjónustu um land allt vinnur þjóðkirkjan að friði, skilningi milli einstaklinga og þjóða, kynþátta og trúarbragða, og vill á þann hátt vekja og glæða vitund fyrir köllun sérhvers kristins manns að stuðla að réttlæti og sáttargjörð í heiminum. Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja vinnur að því á vettvangi safnaða sinna að móta og styrkja samfélag sem stuðlar að heimi sem er laus úr viðjum ranglætis og kúgunar, þar sem konur og karlar njóta manngildis, virðingar, réttlætis, jafnræðis og frelsis til að lifa lífi sínu í friði og sátt. Því er sett fram þessi stefna til að unnið verði markvisst að kristniboði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.