Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 58

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 58
58 hvað minnst á útlögðum kostnaði vegna rekstrar embættanna. Þá er litið til þess að prestar í fjölmenni njóta flestir skrifstofuaðstöðu sem sóknarnefnd leggur til og því er skerðing mest hjá þeim á skrifstofukostnaði. III. Stofnanir, nefndir og starfshópar sem kirkjuráð skipar o.fl. verkefni. Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar eins og fyrr hefur verið greint frá og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar á atriðum sem kirkjuráð vill vekja athygli kirkjuþings á. Samkvæmt 11. gr. starfsreglna um kirkjuráð nr. 817/2000, er meginreglan sú að í nefndum sem kirkjuráð skipar sitji þrír menn og þrír til vara til fjögurra ára og er skipað frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör. Samkvæmt því ber að skipa aftur í nefndirnar á árinu 2011. Stofnanir sem eru á forræði kirkjuráðs og nefndir og starfshópar kirkjuráðs eru eftirfarandi. Skálholt. Kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholtsstað, sbr. lög nr. 32/1963. Skálholtsskóli og Skálholtsstaður eru rekin sem ein rekstrareining. Framkvæmdastjóri Skálholts er Hólmfríður Ingólfsdóttir og rektor Skálholtsskóla er dr. Kristinn Ólason. Kirkjuráð ákvað í júní sl. að leggja niður stjórn Skálholts. Með niðurlagningu stjórnarinnar er ábyrgð á rekstri og starfi Skálholts nú á hendi kirkjuráðs, sbr. lög um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað nr. 32/1963 og lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993. Í stjórn Skálholts sátu vígslubiskupinn í Skálholti og kirkjuráðsmennirnir sr. Kristján Björnsson og Jóhann E. Björnsson. Vegna breytinga á fyrirkomulagi við stjórnun Skálholts ákvað kirkjuráð að flytja bókhald Skálholts til Biskupsstofu. Af því tilefni var Ríkisendurskoðun beðin um að gera fjárhagslega úttekt í Skálholti. Þá var ákveðið að færa umsýslu vegna viðhalds fasteigna í Skálholti til fasteignanefndar og fasteignasviðs Biskupsstofu. Er gert ráð fyrir að þessar breytingar hafi komist að fullu í framkvæmd um næstu áramót. Úttekt í Skálholti og stefnumótun Kirkjuráð ákvað fyrr á árinu að fram færi úttekt á rekstri Skálholtsstaðar og mörkuð stefna fyrir staðinn en rekstur Skálholts hefur reynst þungur og hallarekstur verið viðvarandi undanfarin ár. Kirkjuráð taldi tímabært að fara að nýju yfir starfsemi í Skálholti og vinna tillögur að stefnumörkun fyrir staðinn og skólann en síðasta heildarendurskoðun átti sér stað 1993 á vegum nefndar skipaðrar af þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu sem hefur verið leiðarljós að mörgu leyti í uppbyggingarstarfi í Skálholti frá þeim tíma. Kirkjuráð samþykkti að ráða Vilhjálm Bjarnason, lektor í Háskóla Íslands til að vinna að úttekt á Skálholti og mótun framtíðarstefnu. Með honum störfuðu dr. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands. Fram kom í skýrslunni m.a. að starfsemin í Skálholti væri fjölþætt og skipulagið nokkuð flókið. Fram kom í skýrslunni að fjárhagsstaðan væri erfið og að taka þyrfti á henni. Einnig kom fram að æskilegt væri að staðurinn hefði einn fyrirsvarsmann eða framkvæmdastjóra. Þá töldu skýrsluhöfundar að kirkjan ekki eigi að sinna búrekstri og að hann hljóti að leggjast af í framtíðinni. Fram kom að horfast verði í augu við það að rekstur Skálholtsstaðar mun ávallt kosta kirkjuna meira en tekjur þar geta staðið undir. Ljóst megi telja að ávallt verði gestkvæmt á staðnum og mikill straumur ferðamanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.