Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 60
60
Tónskóli þjóðkirkjunnar.
Tónskóli þjóðkirkjunnar starfar samkvæmt starfsreglum um kirkjutónlist á vegum
þjóðkirkjunnar nr. 768/2002. Skólinn starfar eftir námskrá sem kirkjuráð samþykkir.
Skólastjóri er Björn Steinar Sólbergsson, organisti. Kirkjuráð samþykkti að skipa
áfram í nefndina frá 1. júlí 2011 þau sr. Jón Helga Þórarinsson, sem jafnframt verði
formaður, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, söngkennara og Guðnýju Einarsdóttur,
organista. Sem varamenn samþykkti kirkjuráð að skipa þau Kjartan Sigurjónsson,
organista, sem jafnframt verði varaformaður, sr. Sigurð Árna Þórðarson og Gyðu
Halldórsdóttur.
Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum 3. ágúst 2011 að stefna að því að leggja Tónskóla
þjóðkirkjunnar niður í núverandi mynd þannig að nemendur verði ekki innritaðir
haustið 2012.
Starfshópur skipaður af biskupi til að fara yfir stöðu tónlistarmála kirkjunnar o.fl.
Biskups Íslands skipaði starfshóp til að fara yfir tónlistarmálefni kirkjunnar.
Samningur kirkjumálasjóðs, Múlaprófastsdæmis og Egilsstaðasóknar.
Gerður var samningur milli kirkjumálasjóðs annars vegar og Múlaprófastsdæmis og
Egilsstaðasóknar hins vegar. Samningur þessi var gerður vegna skipulagsbreytinga
sem áformaðar eru í Múlaprófastsdæmi með sameiningu Eiða,- Seyðisfjarðar,-
Vallaness- og Valþjófsstaðaprestakalla. Samkvæmt samningnum eru aðilar sammála
um að halda áfram samstarfi því um fræðslustarf í Múlaprófastsdæmi sem haldið
hefur verið uppi með tilstyrk kirkjumálasjóðs, svo og verkefnum í kirkjulegri þjónustu
í Egilsstaðasókn.
Staða og framtíð sérþjónustuprestsembættanna.
Kirkjuráð hefur rætt stöðu og framtíð sérþjónustuprestsembættanna en embætti
vímuefnavarnarprests hefur verið lagt niður vegna niðurskurðar.
Kynningarstarf kirkjunnar/upplýsingamál.
Kirkjuráð hefur rætt um kynningarstarf kirkjunnar og upplýsingamál og er vísað í því
sambandi til umfjöllunar um samskiptastefnu þjóðkirkjunnar, sem er til umfjöllunar á
kirkjuþingi 2011.
Siðbótarár Lúthers 2017.
Kirkjuráð fjallaði um fimm alda minningu siðbótar Lúthers sem verður árið 2017 og
taldi rétt að að kirkjuþing 2011 fjalli um undirbúning þess.
Frumvarp til laga um menningarminjar.
Flutt hefur verið á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um menningarminjar, af mennta-
og menningarmálaráðherra. Var frumvarpinu vísað til menntamálanefndar Alþingis.
Frumvarpið fjallar um ýmis málefni sem varða þjóðkirkjuna beint. M.a. er þar fjallað
um friðun kirkna, kirkjugripi, fornleifarannsóknir og minningarmörk. Lagt er til í
frumvarpinu að í stað aldursákvæða núgildandi laga um friðun kirkna reistra fyrir
1918 skuli allar kirkjur sem eru 70 ára eða eldri friðaðar. Send var umsögn til
menntamálanefndar um frumvarpið.
Frestun auglýsinga um laus prestsembætti.
Kirkjuráði barst erindi frá stjórn Prestafélags Íslands þar sem því er mótmælt að laus
prestsembætti séu ekki auglýst. Kirkjuráð samþykkti fyrr á árinu að beina tilmælum