Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 61
61
þess efnis til biskups Íslands að laus prestsembætti yrðu ekki auglýst, þar til
kirkjuþing 2011 hefði fjallað um fjárhagsáætlanir næsta árs. Biskup varð við þeim
tilmælum. Tilmæli ráðsins voru fyrst og fremst sett fram til að gæta jafnræðis og gefa
kirkjustjórninni meira svigrúm með heildaryfirsýn til skipulagsbreytinga, sem einnig
gæti m.a. mildað áhrif niðurskurðar á starfsemi þjóðkirkjunnar.
Erindi frá Djáknafélagi Íslands.
Kirkjuráði barst erindi frá Djáknafélagi Íslands, þar sem komið er á framfæri ályktun
félagsfundar Djáknafélags Íslands, frá 14. júlí 2011. Í ályktuninni er lýst áhyggjum af
þeirri þróun sem átt hafi sér stað undanfarin ár innan þjóðkirkjunnar er varði djákna
og djáknaþjónustu og felst m.a. í fækkun starfa og einstaklinga sem vinna að
djáknaþjónustu.
Erindi frá Ríkisendurskoðun.
Ríkisendurskoðun vann aðalúttekt á starfsemi Biskupsstofu og kirkjuráðs sem beindist
fyrst og fremst að skipulagi, stjórnun og verkaskiptingu þessara aðila og tengingu
stofunnar og kirkjuráðs við ýmsar stofnanir kirkjunnar og sjóði sem starfsemi
þjóðkirkjunnar byggir að verulegu leyti á. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er fylgiskjal
með skýrslu þessari.
Skipan í starfshóp innanríkisráðherra um mat á áhrifum niðurskurðar
fjárframlaga á þjóðkirkjuna.
Innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp til að meta áhrif niðurskurðar fjárframlaga
frá hruni á starfsemi þjóðkirkjunnar. Tveir fulltrúar frá innanríkisráðuneytinu eiga
sæti í starfshópnum svo og fulltrúar sem kirkjuráð tilnefndi, þ.e. þau sr. Gísla
Jónasson, prófast Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og sr. Halldóru Þorvarðardóttur,
prófast Suðurprófastsdæmis.
Hópslysanefnd
Kirkjuráð samþykkti að skipa sr. Gísla Jónasson áfram sem formann hópslysanefndar
frá og með 1. júlí 2011 til fjögurra ára.
Fagráð um meðferð kynferðisafbrota
Kirkjuráð samþykkti að útnefna í fagráð um meðferð kynferðisbrota frá 1. júlí 2011 til
fjögurra ára þau sr. Gunnar Matthíasson, sjúkrahúsprest, Huldu Björgvinsdóttur,
lögfræðing og Vilborgu Guðnadóttur, hjúkrunarfræðing.
Löngumýrarnefnd
Kirkjuráð samþykkti að höfðu samráði við vígslubiskup Hólaumdæmis, sr. Jón
Aðalstein Baldvinsson, að skipa áfram í nefndina frá 1. júlí 2011 til fjögurra ára, sem
aðalmenn þau sr. Gísla Gunnarsson sem jafnframt er formaður, Lárus Ægi Guð-
mundsson, Skagaströnd og sr. Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest í Sauðár-
króksprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, Sauðárkróki.
Tilnefning fulltrúa í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar.
Kirkjuráð samþykkti að skipa þær Lóu Skarphéðinsdóttur, Vestmannaeyjum, og
Ingibjörgu Pálmadóttur, Akranesi, sem fulltrúa í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar
til tveggja ára. Guðbjörg Matthíasdóttir, Vestmannaeyjum, var skipuð áfram sem
varamaður til tveggja ára.