Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 66

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 66
66 Kirkjuþing afgreiddi skýrslu kirkjuþings mað eftirfarandi: þingsályktun Þakkir til biskups Kirkjuþing 2011 þakkar biskupi Íslands, sem senn lætur af störfum og hefur í embætti sínu unnið með heill og hag kirkju Krists í huga og mótað kirkju síns tíma. Tillögur um nýja stjórnarskrá Kirkjuþing 2011 skorar á Alþingi að hafa ákvæði um íslenska þjóðkirkju í því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem þingið afgreiðir með formlegum hætti eða leggur undir ráðgefandi þjóðaratkvæði. Að öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði tekin á þann veg sem núgildandi stjórnarskrá býður svo að þjóðin sjálf fái notið þess réttar að greiða sérstaklega atkvæði um slíka ákvörðun. Þjóðkirkjan líður ekki kynferðisbrot Kirkjuþing ítrekar að þjóðkirkjan líður ekki kynferðisbrot. Þjóðkirkjan vill: - efla forvarnir og fræðslu varðandi kynferðisbrot. - vinna gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. - taka sér stöðu með þeim sem brotið er á, styðja og vernda þolendur. - setja sér vandaðar verklags- og siðareglur. - eiga í góðu samstarfi við alla sem vinna af fagmennsku að þessum málum. - læra af þeim sem best þekkja til og hafa mikla reynslu. - setja sér það markmið að fræðsla, forvarnir og viðbrögð í málum er varða kynferðisbrot skuli alltaf miðuð við það besta sem þekkist. - hvetja þá einstaklinga sem telja á sér brotið að nýta sér öll þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu, sjálfum sér til öryggis, hjálpar og réttlætis. - vera öruggt skjól til að leita til og veita hjálp, ráð og huggun. Opin kirkja Kirkjuþing 2011 leggur áherslu á að þjóðkirkjan saknar þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni og þar með yfirgefið söfnuði sína. Þjóðkirkjan vill vinna að því að þau finni sig ávallt velkomin í kirkjuna og starf safnaðanna. Skóli og kirkja Kirkjuþing 2011 hvetur til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi. Hún felur í sér víðtækt frelsi til tjáningar og iðkunar trúar en virðir jafnframt ólíkar lífsskoðanir. Foreldraréttur skal virtur. Trúarleg og siðferðileg mótun ungmenna sé í samræmi við trú eða lífsskoðanir foreldra. Tilgátu-miðaldakirkja Kirkjuþingi 2011 hafa verið kynntar hugmyndir áhugahóps fjárfesta um endurgerð miðaldakirkju í Skálholti. Kirkjuþing felur kirkjuráði að kanna, án skuldbindinga, alla þætti í fjármögnun, skipulagi og rekstri varðandi byggingu tilgátukirkju í Skálholti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.