Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 68
68
2. mál kirkjuþings 2011
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar.
Helstu þættir til umræðu og ályktunar
Heildartekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til fjárlaga árið 2012 eru áætlaðar 3.473,5
m.kr. að frádregnum 90 m.kr. sértekjum sem þjóðkirkjunni 06-701 (Biskupsstofu) er
ætlað að afla. Áætlaðar greiðslur til þjóðkirkjunnar lækka um 89,9 m.kr. milli áranna
2011 og 2012 eða um 2,5% ef miðað er við fjárlög 2011 að teknu tilliti til endurmats
vegna launa.
Fjárlagaliður
Fjárlaga-
frumvarp 2012
Fjárlög 2011
með
endurmati Mism. % Mism. kr.
06-701 Þjóðkirkjan 1.333,0 1.319,8 1,0% 13,2
06-705 Kirkjumálasjóður 222,5 233,3 -4,6% -10,8
06-707 Kristnisjóður 74,0 76,3 -3,0% -2,3
06-736 Jöfnunarsjóður sókna 288,0 302,0 -4,6% -14,0
06-735 Sóknargjöld 1.556,0 1.632,0 -4,7% -76,0
Samtals 3.473,5 3.563,4 -2,5% -89,9
Miðað við að sóknargjöld hefðu verið óskert frá árinu 2000 og hækkað í samræmi við
lög og ekki hefði verið vikið frá samningi ríkis og kirkju – er boðaður niðurskurður í
fjárlagafrumvarpi 2012 um 1.335,8 m.kr. eða um 28% í heildina milli áranna 2011 og
2012.
Samanburður á frumvarpi 2012 og
óskertum framlögum
Fjárlaga-
frumvarp 2012
Óskert
framlag 2011 Mism. % Mism. kr.
06-701 Þjóðkirkjan 1.333,0 1.606,3 -17,5% -273,3
06-705 Kirkjumálasjóður 222,5 335,1 -33,6% -112,6
06-707 Kristnisjóður 74,0 91,4 -19,0% -17,4
06-736 Jöfnunarsjóður sókna 288,0 433,5 -33,6% -145,5
06-735 Sóknargjöld 1.556,0 2.343,1 -33,6% -787,1
Samtals 3.473,5 4.809,3 -27,8% -1.335,8