Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 73
73
Kirkjuráð hefur ákveðið að hætt verði almennum veitinga- og gistirekstri á vegum
kirkjunnar í Skálholtsskóla hið fyrsta. Megináhersla verði lögð á kjarnastarfsemi
Skálholtsskóla s.s. námskeið, kyrrðardaga o.fl. Með því móti verði reksturinn
einfaldaður verulega. Árið 2012 er áætlað að framlag Kirkjumálasjóðs lækki um 11
m.kr. og verður 5,2 m.kr.
Kirkjuráð hefur samþykkt að Tónskóli þjóðkirkjunnar verði lagður niður í núverandi
mynd. Tónlistarmenntun og endurmenntun verður tryggð á grundvelli tónlistarstefnu
kirkjunnar. Árið 2012 er áætlað að framlag Kirkjumálasjóðs til Tónskólans lækki um
10,3 m.kr. og verður 10 m.kr.
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar flytur í húsnæði Kirkjumálasjóðs í Grensáskirkju og
ráðgert er að framlag lækki um 7 m.kr. og verður 14 m.kr.
06-707 Kristnisjóður
Framlag ríkisins til Kristnisjóðs samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu samsvarar 15
árslaunum presta í fámennustu prestaköllunum og er 74 m.kr. samkvæmt
fjárlagafrumvarpi 2012. Samkvæmt frumvarpinu er gerð krafa um 2,3 m.kr.
niðurskurði eða um 3% ef miðað er við fjárlög 2011.
06-735 Sóknargjöld
Árið 2002 voru sóknargjöld ekki hækkuð um 9,1% í samræmi við lög um
sóknargjöld. Árið 2008 voru sóknargjöld komin í kr. 872 á mánuði fyrir hvern
einstakling 16 ára og eldri í þjóðkirkjunni og hefðu átt að hækka um 6,1% í janúar
2009 eða í 925 kr. á mánuði. Sóknargjöldin voru hins vegar lækkuð með lagasetningu
í byrjun árs 2009 í 855 kr. og aftur með annarri lagasetningu 1. júlí 2009 í 811 kr. á
mánuði út árið. Sóknargjöld urðu því að meðaltali 833 kr. fyrir allt árið 2009. Árið
2010 voru sóknargjöld 767 kr. á mánuði og lækkuðu enn í 698 kr. árið 2011.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2012 verða sóknargjöld til þjóðkirkjunnar alls 1.556,0
m.kr. Sóknargjöld lækka þannig um 76 m.kr. árið 2012 eða 4,7% miðað við fjárlög
2011. Niðurskurður er 3% milli ára en til viðbótar er lækkun vegna fækkunar
gjaldenda. Sóknargjöld samkvæmt frumvarpinu verður 677 kr. á mánuði fyrir hvern
gjaldanda.
Ef miðað er við óskertan grunn sóknargjalda árið 2011 eru sóknir að taka á sig 787
m.kr. skerðingu eða 33,4% – því ef sóknargjaldið hefði verið reiknað samkvæmt
óbreyttum lögum ætti það vera 1.019 kr. árið 2011.
Frá fjárlögum ársins 2008 hafa sóknargjöld lækkað um sem nemur 20% miðað við
árið 2011. Þegar skoðuð er þróun fjárveitinga vegna annarra fjárlagaliða undir
innanríkisráðuneytinu kemur í ljós að þar hafa fjárveitingar hækkað að meðaltali um
5% vegna almennra verðbóta fjárlaga.
06-736 Jöfnunarsjóður sókna
Framlög til Jöfnunarsjóðs sókna miðast við 18,5% tekjur sem reiknast ofan á
sóknargjöld. Vegna skerðingar á sóknargjöldum lækka greiðslur í samræmi við það til
Jöfnunarsjóðs.