Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 75

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 75
75 Nefndarálit fjárhagsnefndar Fjárhagsnefnd hefur farið yfir ársreikninga og fjárhagsáætlanir þjóðkirkjunnar, stofnanir hennar og sjóði. Nefndin fékk glöggt yfirlit um fjárhagsstöðu kirkjunnar, kröfur ríkisvaldsins um hagræðingu á kostnaði vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs og tillögur kirkjuráðs um lækkun framlaga á ýmsum sviðum til þess að mæta hag- ræðingarkröfu ríkisins. Sérstaklega var farið yfir fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar og sjóða kirkjunnar. Nefndin þakkar skýra framsetningu reikninga og áætlana og yfirgripsmikil yfirlit og skýringar á öllum rekstri sem undir þjóðkirkjuna heyra. Nefndin fór yfir endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar, en í skýrslunni er fjallað um ársreikninga embætta, sjóða, stofnana og fyrirtækja þjóðkirkjunnar. Nefndin hafði til umfjöllunar samantekt ársreikninga sókna fyrir árið 2010, yfirlit unnið úr ársreikningum héraðssjóða fyrir árið 2010 og skýrslu um úthlutanir styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna á árunum 1995 – 2012. Eins og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, staðfesti í ræðu sinni við setningu kirkjuþings 2011 hefur þjóðkirkjan sætt meiri niðurskurði en stofnanir innan- ríkisráðuneytisins. Sóknargjöld hafa lækkað um 20% frá árinu 2008 að teknu tilliti til úrsagna úr þjóðkirkjunni. Á sama tíma hafa greiðslur til stofnana innanríkisráðu- neytisins hækkað vegna verðlagsbóta um 5%. Nú er svo komið að ekki er unnt að halda úti grunnstarfi í mörgum sóknum víðsvegar um landið, þar sem rekstrar- kostnaður og fjármagnskostnaðar hefur hækkað verulega á þessu tímabili. Fjárhagsnefnd lýsir þungum áhyggjum af þessari þróun. Sóknargjöld eru félagsgjöld og grundvöllur kirkjustarfsins í heimabyggð. Skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því að sóknargjöldin verði leiðrétt til samræmis við þróun fjárveitinga til stofnana innanríkisráðuneytisins þannig að sóknargjöldin verði 919 kr. á mánuði fyrir hvern gjaldanda á árinu 2012. Nefndin fékk á sinn fund Svein Arason, ríkisendurskoðanda, Inga K. Magnússon, sviðsstjóra, og Kristínu Kalmansdóttur, sviðsstjóra. Þau svöruðu spurningum nefndar- fólks um skýrslu um endurskoðun kirkjustofnana 2010 og skýrslu um Biskupsstofu, sóknir og sjóði kirkjunnar. Einnig komu fulltrúi stjórnar Prestafélags Íslands (PÍ), Magnús Magnússon kjaramálafulltrúi og Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari á fund nefndarinnar. Rætt var um lækkun á skrifstofukostnaði til presta, námsleyfi, rekstur prestssetursjarða og hlunnindi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, ásamt Þorvaldi Karli Helgasyni komu og ræddu framtíð Skálholtsskóla. Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, kom og svaraði spurningum nefndarmanna um áhrif niðurskurðar á starfsemi Biskupsstofu. Jón Helgi Þórarinsson, formaður stjórnar Tónskóla þjóðkirkjunnar og Björn Steinar Sólbergsson, skólastjóri, gerðu grein fyrir stöðu tónlistarmála þjóðkirkjunnar. Hjalti Hugason kom á fund nefndarinnar og ræddi starfsþjálfun prests- og djáknaefna. Fjárhagsnefnd beinir eftirfarandi til kirkjuráðs og biskups Íslands: 1. Að gerður verði formlegur samningur við ríkið um framtíðarskipan og innheimtu sóknargjalda. 2. Að farið verði að tilmælum Ríkisendurskoðunar um að sjóðakerfi kirkjunnar verði einfaldað og gert gegnsærra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.