Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 81
81
hvernig við getum stutt við fólk í að halda reisn sinni þrátt fyrir erfiðar fjárhagslegar
aðstæður.
Flutt verða tvö framsöguerindi:
Bjarni Karlsson: Ástandið á Íslandi.
Vilborg Oddsdóttir: Fyrirkomulag innlends hjálparstarfs.
Þórhallur Heimsson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, mun bregðast við erindum
og leiðir þátttakendur inn í almennar umræður.
Málþingið verður haldið á Torginu í safnaðarheimili Neskirkju milli kl. 12 og 13:30,
föstudaginn 6. maí. Fundarstjóri verður Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur.
Um fyrirlesarana
Bjarni Karlsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann hefur látið sig málið varða
innan kirkju og á vettvangi Reykjavíkurborgar.
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hefur kvatt sér hljóðs
um þennan vágest, fátæktina í íslensku samfélagi.
Eyða þarf fátækragildrunni
Þörf er á aðgerðum sem leiða fólk út úr gildru fátæktar. Hvetja þarf og styðja unga
fólkið til mennta sem ekki hefur kost á að mennta sig vegna fátæktar, leggja áherslu á
félagslega virkni þeirra sem búa við fátækt, efla fjárhagslega ráðgjöf. Þetta kom fram
á málþingi Þjóðmálanefndar um fátækt í síðustu viku.
Finna þarf rót vandans og lausnir sem byggja á samtali við og sjónarhorni þeirra sem
búa við fátækt. En sú aðstoð sem veitt er af hálfu hjálparsamtaka, neyðaraðstoðin, þarf
að vera fjölbreytt og einstaklingsmiðuð því ólíkar forsendur eru fyrir bágindum fólks
og því þörf á mismunandi aðstoð.
Frumskógur reglugerða og viðmiða
„Flækjustig fátæktarinnar er hátt og frumskógur reglugerða og viðmiða,“ sagði sr.
Bjarni Karlsson, sem var einn frummælenda á málþinginu. Bjarni sagði í máli sínu frá
starfi þverpólitísks starfshóps um fátækt sem skipaður var af velferðarráði Reykja-
víkurborgar.
Bjarni útskýrði hverjir væru helstu áhrifaþættir varðandi fátækt. Nefndi hann fjárhag,
menntun, heilsu, atvinnustöðu, félagsauð. Benti hann á hversu margháttað hugtakið
fátækt væri eftir því hvaða sjónarhorn er valið í afmörkun og nálgun við þann hóp
sem á við fátækt að glíma.
Að mati hans og hópsins eru leiðir sem miða að því að vinna gegn fátækt, m.a. að
skoða lágmarksframfærsluviðmið, samstarf stofnana, leggja áherslu á það sem eykur
félagsauð og virkni, koma til móts við þann hóp sem hefur hætt námi vegna
efnahagsástandsins o.fl.