Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 84

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 84
84 Meðlimir framtíðarhópsins hafa skrifað fjölda greina og haldið málþing og fundi. 1 Hópurinn hefur haldið úti facebook-síðu og miðlað efni til fjölmiðla, sem varðar framtíð kirkjunnar. Erindi á þingum hafa verið hljóðrituð og hafa ratað á vefinn ásamt samantektum, ljósmyndum og myndböndum. Erindin hafa einnig ratað í dagskrá Rásar 1 hjá RÚV. Þjóðkirkjan okkar – hvert stefnir? Framtíðarhópur ásamt með milliþinganefnd til endurskoðunar þjóðkirkjulaga efndi til örþings 25. mars undir heitinu: Þjóðkirkjan okkar – hvert stefnir? Frummælendur voru Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ævar Kjartansson, Jóhann Páll Valdimarsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Andmælandi var Ólafur Þ. Stephensen. Í máli frummælenda kom almennt fram, að kirkjan hefði ekki stefnt upp á við um hríð, heldur hallað undan fæti. Í nýlegum hremmingum samfélagsins hefði kirkjan brugðist og ekki hlustað grannt á þjóð í vanda. Kirkjan var kölluð til sóknar. Á þinginu kom fram gagnrýnin samstaða með þjóðkirkjunni og hvatt var til sóknar. 2 Biskupsþjónustan í þjóðkirkjunni Vegna umræðu um hlutverk og kjör vígslubiskups í Skálholti efndi framtíðarhópur til málþingsins: Biskupsþjónustan og framtíð. Frummælendur voru Haukur Ingi Jónasson og Kristín Þórunn Tómasdóttir. Andmælendur voru Ásdís Emilsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. 3 Rætt var um hlutverk leiðtogans í sögu og samtíð, um þarfir samfélags, hlutverk einstaklinga og samspil kirkjulegra stjórnþátta um rætur biskups- þjónustunnar í Biblíunni og viðmið hennar í kirkjuhefðinni. 4 Á nöfinni – hugsað um framtíð kirkjunnar Í september og október efndi framtíðarhópur til sex fyrirlestra með þessar spurningar að leiðarljósi: Hver verða tengsl þjóðar, ríkis og kirkju í framtíðinni? Hvernig breytir internetið kirkjunni? Hvaða hlutverki gegnir kirkjan í þróun samfélagsins? Hvers konar samfélag er þjóðkirkjan? Hver er framtíð kirkjunnar? Erindaflokkurinn var nefndur: Á nöfinni – hugsað um framtið kirkjunnar. Erindin og fyrirlesarar voru þessi: Samfylgd og tengsl ríkis og kirkju – Hjalti Hugason. „Hversu sjálfstæð þorir kirkjan að vera?“ spurði fyrirlesarinn og sagði að ýmis teikn væru merkjanleg um að kirkja og ríki verði að breyta tengslum sín í milli. Aðstæður í samfélagi Íslendinga, tillögur stjórnlagaráðs og frumvarpsdrög milliþinganefndar kirkjuþings varpi upp mikilvægum spurningum. Meðal þeirra, sem Hjalti spurði, eru: 1 http://www.tru.is/sida/hofundar/hjalti_hugason; http://www.pressan.is/pressupennar/Hjalti_Hugason?Pressandate=200904251+or+1%3d%40%40version+and+3 %3d3%2fleggjumst-oll-a-eitt%2fleggjumst-oll-a-eitt%3fPres%2fleggj%2fleggjumst-oll og http://www.tru.is/sida/hofundar/sigurdur_arni_thordarson Hjalti Hugason flutti erindi á þremur fundum um efni sem tengist starfi nefndarinnar, í Reykholti 27. september, í Grundarfirði 29. september og á Vestmannsvatni 4. október. 2 Hjalti Hugason dró saman niðurstöður þingsins – sjá slóðina: http://tru.is/pistlar/2011/05/thjodkirkjan-okkar- hvert-stefnir 3 Sjá nánar á slóðinni: http://kirkjan.is/2011/05/biskupsthjonustan-og-framtidin-malthing/ Sjá einnig viðtöl: www.youtube.com/watch?v=zmbdKvQdIFU og http://www.youtube.com/watch?v=8RB- OHbSyc8 4 Yfirlit og tenglar að upptökum og viðtölum á slóðinni: http://kirkjan.is/2011/05/eitt-ahugaverdasta-starfid-i- samfelaginu/
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.