Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 84
84
Meðlimir framtíðarhópsins hafa skrifað fjölda greina og haldið málþing og fundi.
1
Hópurinn hefur haldið úti facebook-síðu og miðlað efni til fjölmiðla, sem varðar
framtíð kirkjunnar. Erindi á þingum hafa verið hljóðrituð og hafa ratað á vefinn ásamt
samantektum, ljósmyndum og myndböndum. Erindin hafa einnig ratað í dagskrá
Rásar 1 hjá RÚV.
Þjóðkirkjan okkar – hvert stefnir?
Framtíðarhópur ásamt með milliþinganefnd til endurskoðunar þjóðkirkjulaga efndi til
örþings 25. mars undir heitinu: Þjóðkirkjan okkar – hvert stefnir? Frummælendur
voru Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Ilmur Kristjánsdóttir,
Ævar Kjartansson, Jóhann Páll Valdimarsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Andmælandi
var Ólafur Þ. Stephensen. Í máli frummælenda kom almennt fram, að kirkjan hefði
ekki stefnt upp á við um hríð, heldur hallað undan fæti. Í nýlegum hremmingum
samfélagsins hefði kirkjan brugðist og ekki hlustað grannt á þjóð í vanda. Kirkjan var
kölluð til sóknar. Á þinginu kom fram gagnrýnin samstaða með þjóðkirkjunni og
hvatt var til sóknar.
2
Biskupsþjónustan í þjóðkirkjunni
Vegna umræðu um hlutverk og kjör vígslubiskups í Skálholti efndi framtíðarhópur til
málþingsins: Biskupsþjónustan og framtíð. Frummælendur voru Haukur Ingi Jónasson
og Kristín Þórunn Tómasdóttir. Andmælendur voru Ásdís Emilsdóttir og Sigurður
Árni Þórðarson.
3
Rætt var um hlutverk leiðtogans í sögu og samtíð, um þarfir
samfélags, hlutverk einstaklinga og samspil kirkjulegra stjórnþátta um rætur biskups-
þjónustunnar í Biblíunni og viðmið hennar í kirkjuhefðinni.
4
Á nöfinni – hugsað um framtíð kirkjunnar
Í september og október efndi framtíðarhópur til sex fyrirlestra með þessar spurningar
að leiðarljósi: Hver verða tengsl þjóðar, ríkis og kirkju í framtíðinni? Hvernig breytir
internetið kirkjunni? Hvaða hlutverki gegnir kirkjan í þróun samfélagsins? Hvers
konar samfélag er þjóðkirkjan? Hver er framtíð kirkjunnar? Erindaflokkurinn var
nefndur: Á nöfinni – hugsað um framtið kirkjunnar. Erindin og fyrirlesarar voru þessi:
Samfylgd og tengsl ríkis og kirkju – Hjalti Hugason.
„Hversu sjálfstæð þorir kirkjan að vera?“ spurði fyrirlesarinn og sagði að ýmis teikn
væru merkjanleg um að kirkja og ríki verði að breyta tengslum sín í milli. Aðstæður í
samfélagi Íslendinga, tillögur stjórnlagaráðs og frumvarpsdrög milliþinganefndar
kirkjuþings varpi upp mikilvægum spurningum. Meðal þeirra, sem Hjalti spurði, eru:
1
http://www.tru.is/sida/hofundar/hjalti_hugason;
http://www.pressan.is/pressupennar/Hjalti_Hugason?Pressandate=200904251+or+1%3d%40%40version+and+3
%3d3%2fleggjumst-oll-a-eitt%2fleggjumst-oll-a-eitt%3fPres%2fleggj%2fleggjumst-oll
og http://www.tru.is/sida/hofundar/sigurdur_arni_thordarson Hjalti Hugason flutti erindi á þremur fundum um
efni sem tengist starfi nefndarinnar, í Reykholti 27. september, í Grundarfirði 29. september og á Vestmannsvatni
4. október.
2
Hjalti Hugason dró saman niðurstöður þingsins – sjá slóðina: http://tru.is/pistlar/2011/05/thjodkirkjan-okkar-
hvert-stefnir
3
Sjá nánar á slóðinni: http://kirkjan.is/2011/05/biskupsthjonustan-og-framtidin-malthing/
Sjá einnig viðtöl: www.youtube.com/watch?v=zmbdKvQdIFU og http://www.youtube.com/watch?v=8RB-
OHbSyc8
4
Yfirlit og tenglar að upptökum og viðtölum á slóðinni: http://kirkjan.is/2011/05/eitt-ahugaverdasta-starfid-i-
samfelaginu/