Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 87
87
4. mál kirkjuþings 2011
Flutt af biskupi Íslands
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd:
Starfsreglur um breytingu á starfsreglum
um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007.
1. gr.
1. mgr. 3. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Hver sóknarmaður getur gert tillögu um breytingu á skipan sókna, prestakalla og
prófastsdæma. Gefa skal safnaðarfundum viðkomandi sókna og héraðsfundi kost á að
veita umsögn um tillögur um breytingar á skipan sókna og prestakalla. Umsagnir
skulu sendar biskupafundi, sem býr málið til kirkjuþings.
2. gr.
6. gr. orðast svo:
Sameining sókna eða skipting sóknar skal að jafnaði taka gildi 30. nóvember eftir að
kirkjuþing það ár hefur hefur samþykkt sameiningu eða skiptingu.
3. gr.
Suðurprófastsdæmi
Þingvallaprestakall og Skálholtsprestakall sameinast í eitt prestakall er nefnist
Skálholtsprestakall. Prestssetur: Skálholt.
4. gr.
Vestfjarðaprófastsdæmi
Ísafjarðar- og Hnífsdalssóknir, Ísafjarðarprestakalli sameinast í eina sókn er nefnist
Ísafjarðarsókn.
Súðavíkur, Vatnsfjarðar- og Ögursóknir, sem tilheyra Holtsprestakalli, tilheyra eftir-
leiðis Bolungarvíkurprestakalli.
Staðarsókn tilheyrir eftirleiðis Holtsprestakalli.
5. gr.
Austurlandsprófastsdæmi
Eiða-, Seyðisfjarðar-, Vallanes- og Valþjófsstaðarprestaköll sameinast í eitt prestakall,
Egilsstaðaprestakall. Prestssetur skal lagt til á Seyðisfirði.
6. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 30. nóvember 2011 og breytist þá
heiti Vallanesprestakalls í Egilsstaðaprestakall.
5. gr. starfsreglna þessara öðlast þó gildi sem hér segir:
Eiðaprestakall sameinast Egilsstaðaprestakalli 30. nóvember 2011.
Seyðisfjarðarprestakall sameinast Egilsstaðaprestakalli við starfslok sóknarprests
Seyðisfjarðarprestakalls.
Valþjófsstaðarprestakall sameinast Egilsstaðaprestakalli við starfslok sóknarprests
Valþjófsstaðarprestakalls.