Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 94

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 94
94 11. mál kirkjuþings 2011 Flutt af kirkjuráði Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í fjárhagsnefnd: Þingsályktun um fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. I. Um fasteignir kirkjumálasjóðs Almenn atriði 1. Til að styðja þjónustu þjóðkirkjunnar, hlutverk hennar og markmið skulu lagðar til fasteignir þar sem nauðsyn krefur og eftir því sem fjárhagur leyfir og stefna þessi mælir nánar fyrir um. 2. Þjóðkirkjan varðveitir auk þess tilteknar fasteignir þyki sérstök söguleg, menningarleg eða önnur veigamikil rök hníga til þess. Kirkjuþing ákveður hvaða fasteignir, aðrar en kirkjur, skuli varðveittar hverju sinni, á þeim grundvelli. Ráðstöfun þeirra fasteigna kirkjunnar sem falla undir 2. lið fer eftir stefnu þessari og gildandi réttarheimildum á hverjum tíma. 3. Við varðveislu fasteigna sinna virðir þjóðkirkjan eftir því sem við á, umhverfi, fornminjar, sögu, náttúrufar, friðun náttúru og mannvirkja og önnur þau sérkenni sem telja má að hafi varðveislugildi. 4. Leitast skal við að gefa almenningi kost á að njóta aðgangs að jörðum þjóð- kirkjunnar til fræðslu og útivistar í samráði við umráðanda hverju sinni. Virða skal rétt umráðanda til afnota og friðhelgi. 5. Við umsýslu fasteigna skal unnið á grundvelli stjórnsýslulaga og góðra stjórn- sýsluhátta. Fjárhagslegir þættir 6. Leitast skal við að hámarka arðsemi fasteignanna og fylgja fjárfestingarstefnu kirkjunnar í því sambandi. Arður af fasteignum kirkjumálasjóðs skal nýttur til styrktar þjónustu kirkjunnar. Meta má umráðanda prestssetursjarða til tekna umsýslu og vinnuframlag vegna hlunninda og reksturs jarðarinnar. 7. Gæta skal hagkvæmni við rekstur og umsýslu fasteigna kirkjumálasjóðs í hvívetna. Bjóða skal verkefni út í samræmi við gildandi lög um opinber innkaup hverju sinni svo og ef hagkvæmt þykir. 8. Öll fjármálaumsýsla vegna fasteigna kirkjumálasjóðs skal vera gagnsæ og sýnileg. Viðhald og endurbætur 9. Fasteignir skulu almennt vera í góðu ásigkomulagi og líta vel og snyrtilega út. Virða skal upphaflega útlitshönnun mannvirkja eftir því sem kostur er. Viðhald og endurbætur fasteigna skulu fara eftir fyrirfram mótuðum verklagsreglum og viðmiðum um reglubundið viðhald. Gerðar skulu framkvæmdaáætlanir til þriggja ára og framkvæmdum forgangsraðað eftir mikilvægi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.