Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 95
95
Réttindagæsla
10. Varðveita skal tryggilega réttindi og hlunnindi sem tengjast fasteignum
kirkjumálasjóðs.
Þinglýsa skal eignarréttindum yfir fasteignum.
Landamerki jarða og landa skulu vera skýrlega mörkuð og lögum samkvæmt.
11. Kirkjuráð skal sjá til þess að skráning og mat á fasteignum kirkjumálasjóðs í
fasteignaskrá sé ávallt rétt.
12. Fasteignir kirkjumálasjóðs skulu vátryggðar fyrir bruna, en aðrar tryggingar skulu
eigi vera nema sérstök þörf sé talin á.
Hverjum skal leggja til fasteign
13. Leggja skal kirkjuþingi og Biskupsstofu (biskupi Íslands og kirkjuráði) til
nægilegt og hæfilegt húsnæði til starfsemi sinnar.
14. Heimilt er að leggja biskupi Íslands og vígslubiskupum til embættisbústaði.
15. Embættisbústaðir verða lagðir til skv. 1. og 2. tl. fasteignastefnunnar.
Kaup og sala
16. Kirkjuþing skal samþykkja kaup og sölu á fasteignum.
17. Við kaup á fasteign skal að jafnaði auglýst eftir eign, nema sérstakar aðstæður gefi
tilefni til annars.
18. Eigi skal kaupa fasteignir á jörðum kirkjumálasjóðs eða annað sem þeim tengist
nema við ábúðarlok. Nú er kaupskylda kirkjumálasjóðs ekki fyrir hendi og skal þá
eigi heimilt að kaupa eignir nema brýna nauðsyn þyki bera til.
19. Fasteignir kirkjumálasjóðs, sem seldar eru, skulu auglýstar til sölu og öllum
gefinn kostur á að bjóða í þær. Kirkjuþing getur samþykkt undantekningar frá
þessu í einstökum tilvikum. Þess skal ávallt gætt að tryggja viðhlítandi lands-
réttindi kirkna og kirkjugarða ef við á, áður en sala fer fram.
Nýbyggingar
20. Við nýbyggingar fasteigna á vegum þjóðkirkjunnar skal að jafnaði kanna hvort
efna skuli til samkeppni um hönnun, einkum ef um mannvirki á
prestssetursjörðum er að ræða.
Landbúnaðarstarfsemi á jörðum í eigu þjóðkirkjunnar
21. Þjóðkirkjan fjárfestir ekki í uppbyggingu landbúnaðarstarfsemi á jörðum í eigu
kirkjumálasjóðs, nema því aðeins að brýna nauðsyn beri til, lög mæli fyrir um, eða
telja megi slíkt fjárhagslega hagkvæmt.
22. Framleiðsluréttur á jörðum skal að jafnaði seldur við lok ábúðar í samræmi við
nánari reglur þar að lútandi.