Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 100
100
Nú búa færri en 1.500 manns í prestakalli og getur þá kirkjuþing þó ákveðið að ekki
skuli lagður til embættisbústaður þar, ef sérstök rök mæla með því, s.s. að prestakall
sé í nálægð við fjölmennari þéttbýlisstaði eða til að gæta samræmis innan sömu
landsvæða.
3. gr.
13. gr. starfsreglnanna verði 14. gr.
4. gr.
Starfsreglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 59. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu,
stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og öðlast gildi 1. janúar 2012.
Ákvæði til bráðabirgða.
Prestur sem situr í prestakalli, sem tilgreint er í starfsreglum þessum við gildistöku
þeirra, getur setið prestssetrið áfram samkvæmt gildandi lögum og starfsreglum
hverju sinni, uns honum er veitt lausn frá embætti.
Óski prestur, sem situr í prestakalli sem tilgreint er í starfsreglum þessum við
gildistöku þeirra, að njóta ekki prestsseturs og biskup Íslands og kirkjuráð samþykkja,
skal greiða honum húsaleigustyrk, þann tíma sem hann hefði átt rétt á að sitja
prestssetur, enda búi hann í prestakallinu þann tíma og sé þar með skráð lögheimili.
Fjárhæð styrksins skal jöfn þeirri fjárhæð sem presti hefði borið að greiða í leigu af
prestssetrinu. Þá er sömuleiðis biskupi Íslands og kirkjuráði heimilt með sama hætti
að samþykkja að prestur láti prestssetur af hendi og sé leystur undan búsetuskyldu í
prestakallinu en þá stofnast ekki réttur til húsaleigustyrks.