Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Qupperneq 101
101
14. mál kirkjuþings 2011
Flutt af kirkjuráði
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í fjárhagsnefnd:
Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.
Almennt
1. gr.
Biskup Íslands skipar í embætti sóknarpresta, presta, héraðspresta og sérþjónustu-
presta þjóðkirkjunnar.
Eftir að biskup Íslands hefur auglýst embætti laust til umsóknar og að loknum
umsóknarfresti skal valnefnd prestakalls velja sóknarprest og prest, nema óskað hafi
verið almennrar kosningar í prestakalli.
Ef um embætti héraðsprests er að ræða skal héraðsnefnd mæla með einum
umsækjanda í stað valnefndar.
Ef um er að ræða stöðu sérþjónustuprests þjóðkirkjunnar skal skipa sérstaka valnefnd
sem velur úr hópi umsækjenda.
Ráðgjafi
2. gr.
Allt frá því að ljóst er, að embætti er laust til umsóknar, skal ráðgjafi starfa með þeim,
sem um málið fjalla af hálfu kirkjunnar. Ráðgjafinn skal vera vel kunnugur reglum
stjórnsýslu og regluverki um embættisveitingar presta. Kostnaður af starfi ráðgjafa
greiðist af kirkjumálasjóði. Ráðgjafinn starfar á ábyrgð kirkjuráðs.
Auglýsingar
3. gr.
Þegar prestakall eða prestsembætti losnar eða nýtt prestakall er stofnað auglýsir
biskup Íslands embættið með fjögurra vikna umsóknarfresti hið skemmsta. Biskup
Íslands skal hafa samráð við viðkomandi sóknarnefndir, prófast og ráðgjafa þeirra um
efni auglýsingar.
Biskup Íslands skal auglýsa laust embætti í Lögbirtingablaði og á öðrum opinberum
vettvangi og skal umsóknarfrestur ekki vera skemmri en fjórar vikur frá útgáfudegi
blaðsins. Beri auglýsing ekki árangur skal embættið auglýst að nýju. Skal að jafnaði
auglýsa innan þriggja mánaða frá birtingu fyrri auglýsingar, en ef sérstaklega stendur
á, má fresta auglýsingu um allt að ár í senn.
4. gr.
Í auglýsingu skal eftirtalið koma fram:
• lýsing á umfangi prestsþjónustunnar, starfsaðstöðu, samstarfssvæði o.fl. er varðar
hið kirkjulega starf
• hvort lögð sé sérstök áhersla á hæfni umsækjenda til að sinna tilteknum þáttum
prestsþjónustu, svo sem þjónustu við æskulýð, aldraða, fræðslu, sálgæslu eða
annað
• hvort embættið geri kröfu um sérstaka þekkingu eða reynslu í stjórnunarstörfum
• hvar unnt sé að fá nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu
lög og reglur sem um starfið gilda
• að stuðst verði við óháðan ráðgjafa í öllu umsóknarferlinu
• frá hvaða tíma og til hve langs tíma skipað er í embættið
• hver skipunarkjör eru