Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 102

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 102
102 • að umsækjendur geri grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli, samskiptahæfileikum svo og öðru því sem þeir óska að taka fram • að umsækjandi skuli veita aðgang að sakaskrá sinni • hvort prestssetur fylgi embættinu • hvenær umsóknarfrestur rennur út • hvert senda skuli umsóknir Ef um er að ræða embætti sóknarprests eða prests í prestakalli skal vera stutt lýsing á prestakallinu og sóknum þess, ennfremur ákvæði um skilyrði almennra kosninga. Jafnframt skal greina frá því að valnefnd velji þann sem skipa skal í embættið. Ef um er að ræða embætti héraðsprests eða sérþjónustuprests skal vera stutt lýsing á starfsumhverfinu. Jafnframt skal greina frá því að héraðsnefnd mæli með einum umsækjanda sem skipa skal í embætti héraðsprests, en sérstaklega skipuð valnefnd velji umsækjenda um embætti sérþjónustuprests. Skylt er, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að upplýsingum um nöfn og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. Biskup skal gæta þess að öllum umsóknarskilyrðum sé fullnægt í samræmi við auglýsingu um embættið og kanna sakaskrá hvers umsækjanda. Störf valnefnda og ráðgjafa 5. gr. Innan viku frá því að frestur til að sækja um prestsembætti rennur út, skal Biskupsstofa senda valnefnd og ráðgjafa þær umsóknir sem borist hafa. Óheimilt er að ráða til starfa einstakling til að sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri, sem hlotið hefur refsidóm vegna brota á eftirtöldum lagabálkum: - barnaverndarlög nr. 80/2002, - kynferðisbrot skv. 22. kafla, önnur ofbeldisbrot skv. 23. kafla og brot gegn frjálsræði manna skv. 24. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þó ekki minniháttar líkamsmeiðingar samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga, - lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sem og 173. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þ.e. refsidóm síðustu fimm ár. Biskup Íslands skal, áður en hann setur, skipar eða ræður einstakling sem prest þjóðkirkjunnar, óska eftir samþykki hans, til þess að fá aðgang að upplýsingum úr sakaskrá viðkomandi hvað varðar ofangreindar tegundir brota. Synji hlutaðeigandi um heimild er óheimilt að setja, skipa eða ráða hann til starfa. 6. gr. Valnefnd prestakalls velur sóknarprest og prest. Hún skal skipuð viðkomandi prófasti, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og níu fulltrúum prestakalls. Með valnefndum skal starfa ráðgjafi skv. 2. grein starfsreglna þessara og skal hann sitja alla fundi valnefndar. Hann hefur ekki atkvæðisrétt á fundum hennar, en verkefni hans er að að veita ráðgjöf um verklag og að gæta þess að valnefnd fari að reglum. Valnefnd er heimilt að kalla til ritara. Fulltrúar prestakalls og jafnmargir varamenn þeirra eru valdir til setu í valnefnd til fjögurra ára á sóknarnefndarfundi eða á sameiginlegum fundi sóknarnefnda í presta- köllum þar sem sóknir eru fleiri en ein. Prófastur boðar til þess fundar þegar fleiri en ein sóknarnefnd á í hlut. Það val skal fara fram að loknum fyrstu sóknarnefndar- kosningum eftir gildistöku þessara reglna. Sé ein sókna prestakallsins fjölmennari en hinar samanlagt skulu varamenn hennar einnig taka þátt í vali fulltrúanna. Þar sem sóknir eru fleiri en ein í prestakalli skal taka mið af fjölda sókna og fjölda sóknarbarna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.