Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 119
119
21. mál kirkjuþings 2011
Flutt af kirkjuráði
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í allsherjarnefnd:
Þingsályktun um stofnun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar.
1. gr.
Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar skal starfa innan kirkjunnar.
Hlutverk hennar er fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir umræðu um barna- og
unglingastarf kirkjunnar um land allt, stöðu þess og þróun.
Nefndin er biskupi, prófastsdæmum og öðrum þeim er eiga fulltrúa í nefndinni, til
ráðgjafar og stuðnings um stefnu og mótun í æskulýðsstarfi kirkjunnar.
Nefndin starfar náið með þjónustusviði Biskupsstofu sem er tengiliður nefndarinnar
við biskup og sem jafnframt undirbýr fundi nefndarinnar og leggur henni til
fundaraðstöðu og aðra nauðsynlega þjónustu.
2. gr.
Kirkjuráð skipar æskulýðsnefndina til tveggja ára í senn. Í nefndinni eigi sæti tveir
fulltrúar úr öllum prófastsdæmum, þ.e. ungmenni undir tvítugu, og fulltrúi samkvæmt
tilnefningu viðkomandi héraðsnefnda, auk fulltrúa frá Æskulýðssambandi þjóðkirkj-
unnar og fulltrúa frá Biskupsstofu sem sinnir barna- og unglingastarfi.
Auk þess skal fulltrúa KFUM/K boðið að sitja fundi nefndarinnar.
Kirkjuráð skipar formann og varaformann, en ritari nefndarinnar er fulltrúi á þjónustu-
sviði Biskupsstofu.
3. gr.
Æskulýðsnefndin kemur saman a.m.k. einu sinni á ári. Þar skulu rædd þau mál er
snerta barna- og unglingastarf kirkjunnar og fulltrúarnir kjósa að ræða. Þar skal
einkum reynt að leggja mat á stöðu starfsins heima í héraði svo og á landsvísu;
hvernig megi efla starfið; hvernig samstarfi skuli háttað innan samstarfssvæða og við
félög og stofnanir auk annarra aðila sem sinna barna- og unglingastarfi á kristnum
grunni; ræða um þróun og mat fræðsluefnis; ræða um kynningu og upplýsingar um
barna- og unglingastarfið; taka til umfjöllunar þjálfun leiðtoga; ræða annað það sem
fyrirfram hefur verið tilkynnt í dagskrá fundarins.
Æskulýðsnefndinni er jafnframt falið að leggja fram hugmyndir um mál er æskilegt
væri að fjalla um á kirkjuþingi unga fólksins og senda þær tillögur til biskups er boðar
til kirkjuþings unga fólksins í samráði við forseta kirkjuþings, til frekari afgreiðslu.
4. gr.
Kirkjumálasjóður greiðir kostnað af fundum æskulýðsnefndarinnar og fundaraðstöðu.
Prófastsdæmin og æskulýðssamböndin greiða ferðakostnað sinna fulltrúa. Nefndar-
laun eru ekki greidd sérstaklega.
5. gr.
Skýrsla um störf nefndarinnar skulu send kirkjuráði og birt í Árbók kirkjunnar.