Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 130
130
skrifstofuaðstöðu ef sóknin hefur bolmagn til þess án þess að það bitni á safnaðar-
starfinu.
Ef fjárhag sókna er stefnt í tvísýnu með miklum hallarekstri eða skuldasöfnun þannig
að það hamli eðlilegu safnaðarstarfi, eða ef sókn verður óstarfhæf, er kirkjuráði
heimilt að grípa inn í reksturinn, t.d. með skipun fjárhaldsmanns eða eftirlitsnefndar
9. gr.
Sóknarnefnd er óheimilt að efna til fjárskuldbindinga með persónulegum ábyrgðum
einstaklinga.
10. gr.
Sóknarnefnd getur ekki veðsett eignir sóknarinnar nema með samþykki safnaðar-
fundar.
11. gr.
Sóknarnefnd sér til þess að bókhald sé fært í samræmi við lög og noti samræmt reikn-
ingsform við uppsetningu ársreiknings, sem kirkjuráð leggur til.
12. gr.
Sóknarnefnd sér til þess að ársreikningur sóknar sé gerður fyrir hvert almanaksár.
Ársreikningurinn skal áritaður af sóknarnefnd, endurskoðaður af kjörnum skoðunar-
mönnum eða endurskoðanda og lagður fram á aðalsafnaðarfundi til kynningar og
afgreiðslu og síðan sendur kirkjuráði. Heimilt er kirkjuráði að fela próföstum að kalla
eftir ársreikningum sókna.
Kirkjuráð getur ákveðið lokafrest sem sóknir hafa til að skila ársreikningi. Sé
ársreikningi ekki skilað innan tilskilins frests getur kirkjuráð óskað eftir að
sóknargjald viðkomandi sóknar renni inn á sérgreindan biðreikning hjá Jöfnunarsjóði
sókna. Sóknargjald greiðist sókninni þegar löglegum ársreikningi hefur verið skilað.
Guðsþjónusta, trúfræðsla og helgihald
13. gr.
Sóknarnefnd skal starfa undir forystu sóknarprests og með hliðsjón af erindisbréfi
hans við mótun og skipulag kirkjulegs starfs safnaðarins og standa fyrir guðs-
þjónustuhaldi safnaðarins, trúfræðslu og kærleiksþjónustu.
Verkaskipti sóknarnefndarmanna
14. gr.
Sóknarnefnd skiptir með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara í röðum aðalmanna
þegar eftir að kjör í sóknarnefnd hefur farið fram. Sóknarnefnd ákveður hver skuli
vera fyrsti og annar varaformaður er komi úr röðum aðalmanna. Þriðji varaformaður
er sá varamaður sem fyrst tekur sæti sem aðalmaður eftir þeirri röð sem varamenn
voru kosnir í.
Sóknarnefnd ákveður að öðru leyti um verkaskipti og varamenn aðalmanna eftir því
sem þurfa þykir.
Sóknarnefnd er heimilt að kjósa úr sínum hópi framkvæmdanefnd er starfi á milli
funda sóknarnefndar. Sóknarnefnd getur ákveðið að kjósa einnig varamenn í
framkvæmdanefnd og í hvaða röð þeir taka sæti.
Sóknarnefnd kýs jafnframt safnaðarfulltrúa og varamann hans og ákveður verkefni er
hann hafi með höndum. Víki öll sóknarnefnd aðalmanna sæti, skiptir sóknarnefnd,