Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 142
142
35. mál kirkjuþings 2011
Flutt af kirkjuráði
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í fjárhagsnefnd:
Þingsályktun um viðaukasamning við Samkomulag íslenska ríkisins
og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og
starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997.
Kirkjuþing samþykkir viðaukasamning frá 3. nóvember 2011 við Samkomulag
íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfs-
manna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997.
Viðaukasamningur
um tímabundna breytingu á fjárframlögum frá ríkinu samkvæmt samkomulagi
íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfs-
manna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997, sbr. 60. gr. laga nr. 78/1997.
1. gr.
Við hrun fjármálakerfisins í október 2008 komust fjármál ríkisins í uppnám. Tekjur
ríkisins hafa síðan dregist verulega saman og útgjöld aukist og ríkissjóður er rekinn
með meiri halla en nokkur dæmi eru um. Til þess að ná árangri í ríkisfjármálum er
nauðsynlegt að grípa til margþættra aðgerða til lækkunar á útgjöldum ríkisins.
Í þessu skyni fellst þjóðkirkjan á að leggja sitt af mörkum og hreyfir ekki andmælum
við að framlög ríkisins samkvæmt samningi frá 10. janúar 1997 verði lækkuð á árinu
2012 til samræmis við almennan niðurskurð á flestum sviðum ríkisins.
Skerðing á umsömdum framlögum til þjóðkirkjunnar á fjárlagaliðnum 06-701
Þjóðkirkjan/Biskup Íslands á árinu 2011 er 3% miðað við fjárlög 2011 eða 37,2
milljónir króna. Niðurskurður 2011 var 100 milljónir króna. Niðurskurður 2012
verður því samtals 297,2 milljónir króna miðað við fjárlög 2009.
2. gr.
Þrátt fyrir að aðilar samkomulagsins líti á framangreint samkomulag um eignaaf-
hendingu og skuldbindingu sem fullnaðaruppgjör þeirra, vegna þeirra verðmæta sem
ríkissjóður tók við árið 1907, eru aðilar sammála um að ofangreind skerðing á fram-
lagi ríkisins vegna launagreiðslna samkvæmt 3. gr. samkomulagsins, leiði ekki til
riftunar kirkjujarða-samkomulagsins.
3. gr.
Samkomulag þetta leiðir einnig til þess að hagræðingarkrafa er gerð gagnvart Kristni-
sjóði á árinu 2012 um 2,3 millj. kr. miðað við fjárlög 2011 umfram þá lækkun sem
lágmarkslaun 15 prestsembætta hefur tekið. Niðurskurður árið 2011 var 5,9 milljónir
kr. Niðurskurður 2012 verður því samtals 17,2 milljónir kr. miðað við fjárlög 2009.
4. gr.
Samkomulagi þessu sem gert er með fyrirvara um samþykki kirkjuþings og Alþingis
er ætlað að gilda fyrir árið 2012.