Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 17
FÉLAGSBRÉF 13 héldu, að kofarnir í holtunum væru einhverjar rústir, vildu ekki trúa því, að þetta væru mannabústaðir. Þó að fáein timburhús hefðu bætzt við í miðbænum, var þeim ekki skipað niður af neinni forsjá. Nýja gatan, Langastétt, sem nú er Austurstræti, var of mjó, og óþarft virtist að láta hana taka á sig hlykk vegna gamals timbur- kofa, sem ætti hvort sem er að hverfa heldur fyrr en síðar. En Tómas nam ekki staðar við aðfinnslur að Reykjavík, eins og hún var. Hún átti þó að verða höfuðstaður íslands, og öll kynni hans af öðrum löndum höfðu sýnt honum og sannað, að höfuð- staðir væru þjóðum sama sem heili og hjarta líkamanum. í fyrr- nefndu Bréfi frá íslandi gerir hann riss að eins konar skipulags- uppdrætti bæjarins á þessa leið: „ímyndaðu þér kauptorg upp frá sjónum fyrir miðri ströndinni og annað torg fallegra með norðurvegg kirkjunnar á eina hlið og til hinna þriggja: háskóla, menntabúr og ráðstofu, en á miðju torginu heiðursvarða þess manns, er slíku hefði til leiðar komið. Settu enn fremur suður með Tjörninni að austanverðu skemmti- göng og kirkjugarð hinu megin, sunnan til á Hólavelli, — og þá sérðu, hvernig mig hefur dreymt, að Reykjavík eigi að líta út einhvern tíma.“ Ef nokkurum lesendum Fjölnis hefði til hugar komið, að Tómas tryði einu orði af því, sem hann lét þarna flakka, mundu þeir flestir fyrst af öllu hafa hugsað, að hið mikla ferðalag hefði gert hann alveg óðan. Þeir urðu að minnsta kosti orðlausir. Svo víða sem Fjölnis er getið, ýmist til ills eða góðs, veit eg ekki til, að neinum samtíðarmanni fyndist taka því að brigzla Tómasi um þessa höfuðóra, hvað þá að samsinna þeim. En hvað hefur Tómas hugsað sjálfur, þegar hann skrifaði þetta? Hann kallar það draum um það, sem eigi að verða einhvern tima. Hann vissi, að „í upphafi var orðið“, hugmyndir eru til alls fyrstar. En hann hefur vafalaust búizt við, að þessa yrði langt að bíða, líklega enn lengra en raun hefur á orðið. Það má sem sé heita furðulegt, hvað margt af því hefur komið bókstaflega fram, — sem áfangar á lengri leið. Vera má, að Tómas hafi heyrt, að til stæði að koma upp nýjum kirkjugarði suður með Tjörn í stað gamla garðsins við Aðalstræti. Þetta var gert einum fjórum árum síðar, enda ekki mikið stór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.