Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 59
BLAÐAÐ I
BÓKUM
Mesti maSur Bretlands.
„Charles Dickens er langmesti maður,
sem England hefur alið, síðan Shake-
speare leið.“ Þessi ummæli Bernhards
Shaw rifjuðust uj)p fyrir mér á dögun-
um, þegar mér barst uj>p í hendur
mjög skemmtileg ævisaga Dickens í
inyndum og máli eftir brezka rithöl'-
undinn J. B. Priestley (Charlcs Dick-
cns: A pictorial Biography. The Vik-
ing press, $ 6.50). — Var bókin geíin
ut á 150 ára afmæli meistaráns, hinn
7. febrúar s.l., en þá var æðimargt um
nann skrifað víðsvegar um lieim eins
og að líkum lætur. Hér var afmælisins
niinnzt af hálfu ríkisútvarpsins með
flutningi í leikritsformi á einni af
skáldsþgum hans, Glœstum vonum —
(Great Expectations), en ekki rekur
niig minm til, að íslenzk blöð eða tíma-
rit hal'i sýnt af sér áþekka framtakssemi
lil kynningar þessa afburðahöfundar.
Ueyndar má segja, að allur almenningur
hér á landi kunni nokkur skil á Dick-
ens og fáar erlendar skáldsögur hafa
orðið hér vinsælli en Olive.r Twist, sem
Páll Eggert Ólason þýddi á sínum
tíma. Önnur skáldsaga hans, Davíð
Copperjield, sem er eiginlega uppvaxt-
arsaga höfundarins sjálfs, kom út all-
mikið stytt í þýðingu Sigurðar Skúla-
sonar 1933, og eru þá enn ótaldar
nokkrar smærri sögur, scm snúið hef-
ur verið á íslenzku.
Fáir munu gela gerl sér í hugar-
lund þau hryllilegu kjör, sem verka-
lýður, börn og munaðarleysingjar í
iðnaðarborgum Bretlands áttu við að
búa á öndverðri 19. öld. Hefur Charles
Dickens sótt efnivið margra bóka sinna
í þetta umhverfi eins og kunnugt er,
enda þekkti hann þar til af eign raun.
Tólf ára gömlum var honum komið
fyrir til þrælavinnu í einni af þeim
verkstofum Lundúnaborgar, sem versl
höfðu orð á sér, en um sömu mundir
hafði faðir hans verið hnepptur í
skuldafangelsi. 1 þess liáttar vinnu-
stofum þótti ekki tiltökumál, þó að
börn liryndu niður vegna vinnuhörku,
barsmíða og hungurs, en Charles litla
var ekki fisjað saman og fimmtán ár-