Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 45
FÉLAGSBRÉF
41
„Fyrir mér.“
„Hvernig gazt þú bannað það?“
„Ég á kotið.“
„Þú meinar þú eigir alla jörðina?“ Hún bandaði út frá sér.
„Já.“
„Ég hef alltaf haldið að frændi ætti hana, hann hefur hana alveg eins og
sína jörð.“
„Já, hann hefur fengið að nytja jörðina, en ég á kotið.“
„Hann liefur þá leigt það af þér.“
„Já, svo má það víst heita.“
„Ekki vissi ég þetta.“
Hann skrúfaði stubbinn niður í rótina, jafnaði yfir með vísifingrinum.
Orléttur blærinn bar að vitum hans þægilega lykt af stúlkunni, blandaða
tóbakseimi og veikum sólarsmyrslailmi.
„Það er sennilega ýmislegt, sem þú ekki veizt,“ sagði hann og starði út
í bláinn.
Hún hnykkti til höfðinu.
„Sei, sei, nú þykistu vera agalega neyðarlegur.“
„Af hverju segirðu það?“
„Ég þekki í ykkur tóninn.“
„Ykkur hverjum?“
„Nú, feðrunum, mæðrunum, kennurunum, spekingunum.“
„Þá tek ég þetta ekki til mín, ég er ekkert af þessu.“
„Ætli skáld slagi nú ekki eitthvað upp í speking.“
„Hafðu það bara eins og þú vilt.“