Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 32
28 FÉLAGSBRÉF gildings plágu — og þá um leið hvaS þau lesa. Bókakostur, sem íslenzkum börnum og unglingum er ætlaður, hefur ekki aðeins tífaldazt, heldur óliætt að segja hundraðfaldazt síðustu fimmtíu árin. Þeir íslenzku rithöfundar, karlar og konur, sem hafa skrifað handa börnum og unglingum, skipta tugum, og bækur þeirra eru einhvers staðar á öðru hundraðinu. Flestar þessar bækur hef ég lesið, og þegar ég nú fletti þeim, undrast ég, hve margar þeirra eru skrifaðar á hreinu og þó eðlilegu máli, eru sannfróðar um líf og lífshætti, eink- um í sveitum — og nokkurn veginn samfelldar að atburðarás. Og þó að í tiltölulega fáum þessara bóka sé lýst börnum bæjanna í þeirra eiginlega um- hverfi og hinum mörgu og miklu vanda- málum þeirra, rækja þær margar hverj- ar veigamikið menningarlegt hlutverk, þar sem þær verða tengiliður milli nú- tíðar og fortíðar, milli gamalla og nýrra þjóðfélagshátta og milli bæja og sveita. — Ég minnist þess ekki, að neinar íslenzkar bækur handa börnum og unglingum séu kjánaleg stæling erlendra sorpreyfara, sem skrifaðir hafa verið handa ævintýraþyrstri æsku, nema sögur Arnar Klóa, sem gerast í . umhverfi og lýsa atburðum, er hann kann engin önnur skil á en frá kynn- ingu sinni af sams konar bókum þeirra erlendra höfunda, sem eru gróðahýen- ur á vettvangi æskulýðsbókmennta. Þá hafa og á síðari árum komið í íslenzk- um þýðingum fjölmargar erlendar barna- og unglingabækur. Af þeim hef ég aðeins lesið nokkrar, sumar sérlega vel valdar, aðrar auðsjáanlega af svip- uðu tæi og sumt í vikuritunum. Þýð- ingarnar eru og misjafnar, enda er nú svo komiö, að út eru gefnar þýddar barnabækur, án þess að getiÖ sé þýð- andans, en það ætti að vera jafnó- heimilt og að láta ekki getið nafns höfundar. ; I þessu greinarkorni er ekki rúm til að fjalla náið um þær bækur, sem nú eru boÖnar börnum og unglingum hér á landi, en hins vegar skal nú vikiÖ stuttlega að annarri mjög alvarlegri hlið þessara mála. í nágrannalöndum okkar gera menn- ingarlegir leiðtogar sér títt um barna- og unglingabækur. Þær eru ritdæmdar í blöðum og tímaritum, jafnvel í þeim, sem eru hábókmenntaleg, og í þeim ritdómum er gætt margra sjónarmiða. Þeir menn, sem um þær fjalla, gera kröfu til að þær séu skemmtilegar, að þær feli í sér siðferðislegan kjarna, en séu ekki í beinum prédikunartón, að mannlýsingar séu rökréttar, hvað sem líður djúpskyggninni, að stað- reyndum sé ekki misþyrmt, að yfir bókunum sé eðlilegur heildarblær, og að efnið sé annað tveggja skemmtilega ævintýralegt og frjóvgi heilbrigt ímynd- unarafl hins unga lesanda eða spegli veruleika, sem börnin finni sér koma við. Og bækurnar verða að vera á góðu og eðlilegu máli og frágangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.