Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 49
FÉLAGSBRÉF ÚR 15. KAFLA SÖGUNNAR „BRAUÐIÐ OG ASTIN' 45 Grímur er ritstjóri dagblaðs í Reykjavík, sögumaður vinnur við sama blað. Söru- maður er í þann veginn að kvœnast Birnu Jónsdóttur, en sá liængur er á, að hún er £ verkfalli, meira að segja ein af foringjunum. I»að hefur verið skrifað illa um hana í blaðið daginn áður, en nú er hún lokuð inni £ salthúsi ásamt fleiri verkfalls- vörðum. Sumarbústaður Gríms var í Mosfellssveit: fjögurra herbergja bjálkahús, viðurinn keyptur heflaður og sniðinn frá Noregi, orðrómur um að gleymst hefði að borga af honum tollinn, þakið grænt, útihurð græn, bæjarhella, torfgarður og traðir, gerfi-hraungjóta með reyni, orðrómur um að bæjar- vinnukallar hefðu unnið verkið ódýrt, gamalt garðstæði, rifsberjarunnar, sólúr og flaggstöng. Maður sá ekki sumarbústaðinn frá þjóðveginum: hann stóð undir hól tvö, þrjú hundruö metra fyrir sunnan veginn og aðeins blátoppur flaggstangarinnar gægðist upp fyrir hólinn. Þetta varð tilefni nafnsins sem Grímur valdi bústaðnum: Flaggstöng. Það stytti honum margar stundir. Þegar menn þurftu að skamma hann (sem var oft), setti hann þá gjarnan út af laginu með því að segja: „Ég vil helst tala um þetta uppi á Flaggstöng, góði.“ Og sveitamönnum sem heimsóttu liann hafði hann gaman af að segja: „Ég er að hugsa um að vera uppi á Flaggstöng um helgina.” Ég var kominn uppeftir klukkan níu. Það var ljós í eldhúsinu og skálanum. Þá datt mér í hug að vissara væri að biðja bílstjórann að bíða. Það var mildi. Grímur var með tárin í augunum þegar hann kom til dyra. „Vinur minn,“ hrópaði hann og faðmaði mig að sér, „bjargvættur minn, óskabarn þjóðarinnar, gamla góða tryggðatröllið. Fg hélt það væri úti um mig.“ Síminn Gríms var bilaður og sjálfur var hann fullur. Hann hélt áfram að faðma mig á meðan ég fór úr frakkanum. „Gamli vinur,“ tautaði hann, „gamli sullarhaus. Bregst ekki gamla ritstjóranum.“ Og reyndi að kyssa mig. „Viský,“ sagði hann þegar við gengum í skálann. „Nú gef ég þér viský, . gamla æðarkolla. Þú bjargaðir lífi mínu og færð viský.“ „Nei,“ sagði ég og hallaði mér göfugmannlega upp að arninum og hysjaði upp gamla brjóstkassann. „Ég kæri mig ekki um viský, þökk fyrir.“ „Gamla tryggðatröllið.“ „Þú veist kannski hvaða dagur er á morgun,“ sagði ég. „Já, örlítiö vatn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.