Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 30
26 FÉLAGSBRÉl' skapnum eða lestrinum og fólkið ræddi um hættina, sem skáldin notuðu, um torskilin lieiti eða kenningar, um at- burðarás og persónur rímnanna eða sagnanna, lagði dóm á orsakir og af- leiðingar í atburðarásinni og á gerð og breytni sögufólksins. Var ekki að- eins rætt um fólkið, sem lýst er í Is- lendingasögunum, sem sannsögulegt, beldur og um ýmsar þær persónur, sem frá segir í skáldsögum íslenzkra höf- unda. Börnin tóku mjög snemma að hlýða á það, sem kveðið var eða lesið og þá ekki síður á umræður fullorðna fólksins, og auk þess voru þeim sagðar sögur, bæði bóksögur og sögur af at- vikum, sem geymzt höfðu í minni manna eða sögumaðurinn liafði sjálfur lifað. Því var það, að leshugur barn- anna vaknaði mjög snemma, þau eign- uðust tiltölulega ung allmikinn orða- forða, lærðu að skilja einfaldasta skáldamál og fengu tilfinningu fyrir kveðandi. Ennfremur varð þeim tamt, hverju eftir sinni greind, að leita or- saka og afleiðinga í því, sem þau heyrðu, leggja dóm á gerð og breytni sögufólksins og á sennileik sagnanna. Af öllu þessi leiddi það, að þeim veittist ekki ýkja örðugt, jafnvel í fyrstu, að lesa bækur, sem alls ekki voru að orðfæri, frásagnarliætti eða efni ætlaðar börnum -— og ginu þar ekki við hverju einu dómgreindarlaust. En bókstaflega allt var lesið sem í náð- ist, og fengu börn og unglingar bækur að láni af næstu bæjum og úr lestrar- félögum, þar sem þau voru starfandi. Ljóð munu flest börn innan við ferm- ingu liafa síður kosið til lestrar cn sögur, ef þau áttu á hvoru tveggja völ, en öll börn lærðu fjölda lausavísna, og á flestum heimilum iðkuðu l)örnin þá skemmtun að kveðast á. Ég hcf spurt allmargt af fólki, sem er á svipuðum aldri og ég, hvaða bókum það bafi haft mest yjidi af í æsku. Af ljóðum hafa flestir tilnefnt Friðþjófssögu Tegnérs og Svanhvít, Þyrna Þorsteins Erlings- sonar og ljóð Guðmundar Guðmunds- sonar og Gríms Thomsens, en taka um leið fram, að aðallega bafi þeir sótzt eftir alls konar sögum, frumsömdum og þýddum. Þar er einkum nefnt til úrval úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, af íslendingasögum Njála, Grettissaga, Laxdæla, Gísla saga Súrssonar og Harð- ar saga og Hólmverja, af ísl. skáld- sögum Mannamunur Jóns Mýrdals og síigur Jóns Thoroddsens, Brynjólfur biskup eftir Torfhildi Hólm, dýrasög- ur þeirra Þorgils gjallanda og Guð- mundar Friðjónssonar og Halla og Heiðarbýlissögur Jóns Trausla. Af þýddum sögum Þúsund og cin nótt, Kátur piltur eftir Björnson, Davíð skyggni eftir Jónas Lie, Sæfarinn og Umbverfis jörðina á 80 dögum cftir Jules Verne, Sjómannalíf cftir Kipling, Námar Salómons og Allan Quatermain eflir llaggard — og af sögum þeim, sem Jóbann Jóhannesson jós yfir þjóð- ina, Kapítóla, Valdimar munkur og Börn óveðursins; af ársritum og mán-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.