Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 37

Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 37
FÉLAGSBRÉF 33 nóg vit til að verða búðarloka — og vinna þannig heiðarlega fyrir mat sínum án þess að angra þá, sem dyranna gættu í þjóðfélaginu, dyra menn- ingar, lífsþæginda og frama. En nú skeður ævintýrið. Eflir tvö ár er fyrsta bók Kristmanns, Islandsk Kærlighet, komin út á norsku hjá ágætu forlagi. Hún fær liina lofsamleg- ustu dóma, höfundurinn uppörvun og viöurkenningu. Næsta ár kemur Brúðarkjóllinn 1927 og enn næsta ár Ármann og Vildís. Hróður Krist- manns hafði farið vaxandi með hverri bók. Það vissum við bezt, sem dvöldum langdvölum á Norðurlöndum á þessum árum. Um Ármann og Vildísi rituðu t.d. Karl Joakim Hambro og Ronald Fangen svo lofsamlega, að vart hafði ungum höfundi verið úrskurðaður tvímælalausari sigur. Sigrid Undset tók í sama streng. Og þessir menn tóku það meðal annars rækilega fram, að norskan á bókum Kristmanns væri slík, að verða mætti norskum höíundum til fyrirmyndar. Árið 1929 er tekið að þýða bækur Kristmanns á erlendar tungur, Brúðarkjóllinn kom út á þýzku það ár og hlaut ágæta dóma. Sama ár kom út Livets Morgen, skáldsaga sem að persónugerðum, dramatiskri spennu og skáldlegri fegurð er brotalaust listaverk. Mcð þeirri bók sýnir Kristmann að hann er orðiun meistari sinn- ar íþróttar um byggingu skáldsögunnar og p^.'.-'rasköpun og þeim velli heldur liann enn, auk þess sem í smásagnasöfnum lians er að finna sögur sem löngu eru orðnar klassiskar, eins og t.d. Samvizka hafsins og Svona er lífið svo aöeins tvær séu nefndar. Eftir 13 ára útivist ákveður Kristmann að flytjast heim til lslands 1937. Þá hefur hann ritað 12 bækur á norsku og um sama leyti eru bækur hans þegar komnar út á yfir tuttugu tungumálum. Þá er Kristmann sennilega orðinn víðkunnasti höfundur íslenzkur — og nú, þegar Kristmann stendur á sextugu, liggja bækur hans fyrir í fjölda af útgáfum á þrjátíu og sex tungumálum. Hann er kunnur, vinsæll og sílesinn höfundur austan frá Japan og vestur á Kyrrahafsströnd. Þetta er sigur Kristmanns — ævintýrið scm bjó í hjarta lians þegar hann umgekkst blóm og álfa í barnæsku á Þverfelli, ævintýrið sem snart vegavinnupiltinn í gervi telpunnar Siggu á GerSubergi vestur á ströndinni bláu, ævintýrið sem birtist honum í mynd harmsárra örlaga í fótalausu þrekmenni austur á Noröfiröi, og hlindings- leik lífsins við dauðann innan veggja Vífilstaðahælis — ævintýri hjartans, breytt af elju og baráttu í list og dáð í umfangsmiklu og merkilegu höf- undarstarfi. Ég verð að segja það, að mér finnst þelta ákaflega gaman, og mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.