Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 18
14
FÉLAGSBRÉF
lSeykjavík 1836. Teiltn.: A. Mayer.
ræði. Hugmyndin um skemmtigöng við Tjörnina komst ekki í
framkvæmd fyrr en á 20. öld. Kauptorgið upp frá sjónum er enn
ekki til og vafasamt, að uin það verði hugsað. Veðráttan hér er
ekki hentug fyrir verzlun undir beru lofti. En lítum nú á hitt torg-
ið, fallegra torgið, sem Tómas kallar, og hvað þar liefur gerzt.
Þetta torg, fyrir norðan kirkjuna, er vitanlega Austurvöllur.
Tómas hvorki dreymdi né vildi láta sig dreyma um, að Alþingi
yrði annars staðar en á Þingvelli, hvenær sem það yrði endurreist.
En nú fór svo, að þingið vár sett í Reykjavík, og þegar það loks
eignaðist sitt eigið hús, var það við Austurvöll. í Alþingishúsinu
var síðan á árunum 1882—1908 menntabúrið (Landsbókasafn, sem
á dögum Tómasar hét Stiftsbókasafn) og reyndar um tíma bæði
forngripasafn og landsskjalasafn. Og í sömu húsakynnum við Austur-
völl var Háskóli íslands meira en helming þess tíma, sem hann
hefur starfað, 1911—1940. Ráðstofan, ráðhús Reykjavíkur, er ekki
risin upp enn þá. En svo skrýtilega vill til, að aðalskrifstofur borg-