Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 57

Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 57
FÉLAGSBRÉF 53 Hann hefði gjarnan mátt vera dálítið stærri. — Það búa fleiri listamenn í Laugar- nesi? ; — Jú, Sigurjón Ólafsson er þarna á næstu grösum. Við höfum oft átt skemmtilegar stundir saman. Það hef- ur verið gaman að heimsækja Sigurjón. Hann er góður heim að sækja, lifandi og skemmtilegur, og þau bæði, konan hans líka. Ég hef oft haft gott af því að spjalla við hann um listir. — Sigurjón hefur haft örvandi áhrif á þig? — Hann örvaði mig mikið. Það var honum að þakka, að ég réðst í að sýna, vafasamt að úr því hefði orðið, ef hann hefði ekki bókstaflega rekið mig til þess. — Álíturðu að listamenn eigi að vera hógværir, láta lítið yfir sér? — Það hefur enginn gott af að loka sig inni. En maður verður að reyna að vera einlægur og sannur. — Segðu mér meira um eyrarvinn- una. — Ég held að hún hafi verið mér að sumu leyti til góðs. Ég lifði eitthvað, sem ég hafði ekki kynnzt áður. Það má kannski segja, að tími hafi farið til spillis. Erfiðleikar voru þess valdandi að ég gat ekki snúið mér óskiptum að málverkinu. Þetta var hvíld frá skóla- árunum, að sumu leyti var ég hald- inn skólaleiða sem ég þurfti að losna við. Ég skynjaði eitthvað sterkt þarna við höfnina, ýmsir kallar, vinnufélagar mínir, höfðu áhrif á mig. Það er skemmtileg stemning yfir hafnarlíf- inu, skipin og þetta. Ég var endurnærð- ur, þegar ég byrjaði aftur að mála. — Þú hefur fengið mótíf við höfn- ina? — Já, það á vel við mig að mála sjávarmyndir. Annars er nú svo margt í deiglunni, svo margt sem maður hef- ur í huga. Ég býst ekki við að mála skip endalaust. — Hvernig gekk fyrsta sýningin? — Hún var í Bogasalnum árið 1958, þann dag voru kosningar í bænum. Fólkið hafði hugann við annað, svo ekki bar eins mikið á sýningunni fyrir bragðið. — Hvernig áhrifum varstu fyrir af fyrstu sýningunni? — Ákaflega uppörvandi, maður sá myndirnar í nýju ljósi. Sérstaklega þegar plássið var það lítið heima fyrir, að varla var hægt að stilla upp nokkr- um myndum saman. — Og næsta sýning? — Ég sýndi aftur haustið 1960, en auk þess hef ég tekið þátt í samsýning- um, einkum hjá Félagi íslenzkra mynd- listarmanna. — Þú ert fannn að mála abstrakt, Einar? — Já, svona í og með. Annars hefur það ekki verið markmið mitt, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Ég finn sjálfan mig ekki eins vel í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.