Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 47
Skáldsagan Brauðið og ástin og höfundurinn
Eins og um getur á bls. 3 í þessu
riti, verður ágúst-bók AB í ár ný skáld-
saga eftir Gísla J. Ástþórsson, er hann
nefnir Brauðið og ástina.
í tilefni af því birtum vér hér ör-
stutt yfirlit yfir ævi höfundar og störf
og auk þess svör hans við spurningum
vorum um bókina.
Gísli J. Ástþórsson er fæddur 5
Reykjavík 5. apríi 1923, sonur Ástþórs
Matthíassonar, forstjóra í Vestmanna-
eyjum og SigríSar Gísladóttur. Hann
gekk í Menntaskólann í Reykjavik,
en hætti í 4 bekk, fór til Bandaríkj-
anna, hóf þar nám í blaðamennsku
og lauk BA prófi í þeirri grein við
University of North Carolina haustiS
1945. SíSan var hann blaöamaður hjá
Morgunblaðinu í 5 ár, ritstjóri Vik-
unnar í 5 ár og loks ritstjóri AlþýSu-
blaðsins frá 1958. Hann er kvæntur
Guðnýju Sigurgísladóttur.
Gísli J. Ástþórsson hefur gefiS út tvær bækur, Uglur og pújugauka, 1946, og Iilýjar
lijartarœtur, 1958. Auk þess hafa smásögur eftir hann birzt á víð og dreif. í blaða-
mannsstarfi sínu hefur hann ferðazt víða um heim.
Spurningum vorum um bókina, efni hennar, sjónarmið og tilgang, svarar Gísli J.
Ástþórsson á þessa leið:
BrauðiS og ástin er skáldsaga eins og það heitir í daglegu tali. Hún er skrifuð út
frá þvi sjónarmiði að það sé ekki dauðasynd þótt höfundur leitist við að stytta mönn-
um stundir; og jafnvel að honurn leyfist að vera í góðu skapi; og það sé ekki endilega
skylda hans að þylja mönnum bölbænir og hrópa að veröldin sé aS fara til and-
skotans. Þó er vitanlega áróðursþráður í bókinni, skoðun. En ég. er að vona hún sé
ekki sett fram í sæluvímu hins alvitra, nó með geislabaugsumbúðum ellegar þyrni-
kórónutilburðum.
BrauðiS og ástin er kunningjabók; ég hef þekkt þetta fólk upp til liópa. Það er
reyndar ekki nýtt um skáldsögu. Ég las um daginn þá tilgátu ensks rithöfundar, aS
það væri meiri sannleikur i einni skáldsögu en til dæmis í einni ævisögu. Menn hug-
Gísli J. Astþórsson.