Félagsbréf - 01.07.1962, Side 55

Félagsbréf - 01.07.1962, Side 55
FÉLAGSBRÉF 51 að bylting hafi orðið í samanburði við hina málarana. Það er þessi stranga og meitlaða teikning hjá honum, sem einnig kemur fram í kúbismanum, formin og lilameðferðin. — Eigum við ekki að ræða dálítið um sjálfan þig, Einar? -— Ég hef ekki mikið um sjálfan mig að segja, það hefur gengið skrykkjótt hjá mér, engin heljarstökk. — Hver voru tildrög þess að þú fórst að fást við myndlist? — Þegar ég var krakki, var ég meira í músik, byrjaði að læra á píanó. Það var píanó heima. Svo fór Erlend- ur bróðir minn að búa og tók píanóið með sér. Eflir á fór ég að læra á fiðlu hjá Þórarni Guðmundssyni. Það átti ekki við mig. Ég var átta ára þegar ég sá teikningar Jóhanns bróður míns, sem þá var í lðnskólanum. Hann var slyng- ur teiknari. Ég fór að teikna hug- myndir, en hann teiknaði aðallega eftir gi])smyndum. Svo byrjaði ég að læra hjá Tryggva Magnússyni. Hann lét okk- ur mála uppstillingar með olíulitum. Einhvern veginn fór sú kennsla út um þúfur. Tryggvi mátti ekki vera að þessu. Síðan var ég hjá Marteini Guð- mundssyni og Birni Björnssyni einn vetur. Þar lærði ég anzi mikið. Svo fór ég til Jóhanns Briem og Finns Jóns- sonar. Þeir höfðu skóla saman. Bakt- erían festist í manni. í Handíðaskólan-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.